Lífið

Lag Gretu fer ekki til Lissabon

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Greta Salóme hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í Eurovision.
Greta Salóme hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í Eurovision. vísir/getty
Bretar völdu í kvöld framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðvar, Eurovision. Undankeppnin var sýnd í beinni útsendingu frá Brighton Dome, en Eurovision var haldið þar árið 1974 þegar ABBA sigraði með lagið Waterloo.

Lagið Storm í flutningi söngkonunnar SuRie mun keppa fyrir hönd Breta í Lissabon í maí. Tónlistarkonan Greta Salóme átti lag í keppni kvöldsins en það varð ekki fyrir valinu.

Lagu Gretu Salóme heitir Crazy og var flutt af söngkonunni RAYA. 

Greta Salóme hefur tvívegis verið fulltrúi Íslands í Eurovision. Fyrst var það árið 2012 þegar hún flutti lagið Never Forget ásamt Jónsa í Baku í Aserbaídsjan. Lagið fór áfram upp úr undanriðli og hafnaði í 20. sæti í úrslitunum með 46 stig. Hún fór svo aftur í Eurovision árið 2016 í Svíþjóð með lagið Hear Them Calling, en komst ekki upp úr undanriðlinum.

Bretlandi gekk almennt vel í Eurovision til ársins 1999 þegar lög þurftu ekki lengur að vera flutt á opinberu tungumáli keppnislana. Síðan þá hefur landið einungis tvisvar lent í einu af efstu tíu sætunum. Bretland er einnig hluti af hinum „stóru fimm,“ þeim löndum sem styrkja keppnina mest fjárhagslega og fer lagið Storm því beinustu leið í úrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×