Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Einhverjir háskólanemar sækja í metýlfenídat í von um að bæta námsárangur. VÍSIR/STEFÁN „Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira