Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. VÍSIR/EYÞÓR Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00