Óttast að Trump ljúgi að rannsakendum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2018 11:05 Bandamenn og lögmenn Trump hafa varað hann við því að ræða við Mueller rannsakanda. Vísir/Getty Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta vilja að hann hafni því að ræða við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, þrátt fyrir að það gæti leitt til baráttu fyrir dómstólum sem gæti tekið fleiri mánuði. Þeir eru sagðir óttast að forsetinn ljúgi að rannsakandanum eða verði missaga.New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að í ljósi þess að Trump hefur ítrekað logið og sagt hluti sem stangast á þá hafi lögmenn hans áhyggjur af því að hann gæti verið ákærður fyrir að ljúga að rannsakendum gangist hann undir viðtal við Mueller. Neiti Trump að ræða við rannsakandann gæti Mueller stefnt honum til að bera vitni fyrir ákærudómstóli. Líklegt er að það myndi leiða til langdreginnar baráttu fyrir dómstólum sem gæti endað hjá Hæstarétti Bandaríkjanna. Þá gæti það dregið pólitískan dilk á eftir sér fyrir repúblikana í aðdraganda þingkosninga í nóvember. Trump hefur sjálfur sagt að hann hlakki til þess að ræða við Mueller og að hann væri tilbúinn að gera það eiðsvarinn. Lögmennirnir telja aftur á móti að Trump beri ekki skylda til að svara sumum þeirra spurninga sem Mueller er sagður hafa áhuga á að spyrja. Þar á meðal eru spurningar um ákvörðun Trump að reka James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra. Telja lögmennirnir að Trump hafi haft fulla heimild til þess og því hafi Mueller ekki rétt á að spyrja spurninga um ákvörðunina.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45 Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22 Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Trump kallar fyrrverandi yfirmenn leyniþjónustu og FBI lygara Bandaríkjaforseti heldur áfram árásum sínum á trúverðugleika bandarískra alríkisstofnana. 5. febrúar 2018 14:45
Trump sakar æðstu löggæslustofnanir Bandaríkjanna um hlutdrægni Í tístum fullyrðir Bandaríkjaforseti að FBI og dómsmálaráðuneytið dragi taum demókrata og sé hlutdrægt gegn repúblikönum. 2. febrúar 2018 12:22
Lögmenn Trump telja hann ekki þurfa að hitta Mueller Þeir vísa til fordæma um að dómstólar telji aðeins hægt að krefja forseta til vitnis ef hann einn getur svarað spurningum rannsakenda. 31. janúar 2018 12:09
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist hlakka til að ræða við sérstaka rannsakandann Forsetinn gaf í skyn við fréttamenn að hann væri til rannsóknar fyrir að hindra framgang réttvísinnar vegna þess að hann hefði "barist á móti“. 24. janúar 2018 23:25