Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir úttekt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið falið að útfæra gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Dettifoss og Skaftafell. Fréttablaðið/Stefán Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Sjá meira
Fjárreiður og rekstur Vatnajökulsþjóðgarðs sætir nú úttekt óháðs aðila að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna talsverðs neikvæðs fráviks í rekstri síðasta árs. Ráðuneytið tilkynnti stjórn þjóðgarðsins um úttektina þann 19. janúar síðastliðinn eftir að gögn um fjárhag og rekstur sýndu að við blasti töluverð framúrkeyrsla frá samþykktri rekstraráætlun. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins tilkynnti hvorki stjórn né ráðuneytinu um frávikið en ráðuneytið telur þær útskýringar sem fengist hafa á frávikinu ófullnægjandi. Þjóðgarðurinn fékk 671 milljón frá ríkinu á síðasta ári.Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs. Fréttablaðið/ValliÁrmann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, segir í samtali við Fréttablaðið að hann geti ekki tjáð sig um málið fyrr en niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir, líklega í lok mánaðarins. Samkvæmt fundargerð stjórnar, frá 22. janúar síðastliðnum, lagði Ármann fram bókun fyrir hönd stjórnar þar sem kom fram að stjórnin harmaði að framkvæmdastjóri hefði ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni. Öll frávik frá fjárhagsáætlun ber samkvæmt lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 að tilkynna. Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var ekki vitað til að reynt hefði á þetta ákvæði laganna áður þar á bæ. Í bréfi ráðuneytisins til stjórnar þjóðgarðsins frá 19. janúar segir að vegna stöðu bókhalds í fjárhagsbókhaldskerfi ríkisins og af upplýsingum fengnum frá stofnuninni um útkomuspá fyrir árið 2017 stefni í „talsvert neikvætt frávik í rekstri stofnunarinnar frá samþykktri rekstraráætlun fyrir árið 2017.“ Hafi þá þó verið tekið tillit til sérstakrar fjárveitingar í fjáraukalögum 2017 vegna landvörslu. Stofnunin hafi ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni og: „[Þ]ær útskýringar sem gefnar hafa verið á frávikum hafa verið ófullnægjandi.“ Á stjórnarfundi 2. febrúar síðastliðinn voru nokkrar aðgerðir til að bæði auka tekjur þjóðgarðsins og hagræða í rekstri útlistaðar. Þar kemur meðal annars fram að stjórnin áætlar að sækja 100 milljónir króna í tekjur á næstu þremur árum af gjaldtöku á bílastæðum við Jökulsárlón, Skaftafell og Dettifoss. Ármann segir að sjálfvirka gjaldtökukerfið sem innleitt var í fyrra hafi litlu skilað og auðvelt sé að komast hjá greiðslu. Því verði leitað betri leiða til að sækja auknar tekjur. Þá er ráðgert að segja upp skrifstofuhúsnæði þjóðgarðsins við Klapparstíg í Reykjavík og finna annað ódýrara, lækka launakostnað um 50 milljónir og skera niður rekstrarkostnað um tíu prósent. Standa vonir til að með þessum og fleiri aðgerðum verði hægt að ná fram hagræðingu og tekjuaukningu sem skili allt að 282,5 milljónum til þriggja ára.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Sjá meira