Innlent

Fólk hafi varann á vegna klakastíflu í Hvítá

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vandlega er fylgst með ástandinu og framvindu þess
Vandlega er fylgst með ástandinu og framvindu þess Já.is
Klakastífla er nú í Hvítá til móts við Kirkjutanga ofan Vaðness. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir að vatn hafi flætt inn í eitt hús svo vitað sé og hafa eigendur annarra húsa sem mögulega gæti flætt að fengið upplýsingar frá ábúendum í Vaðnesi.

í Vaðnesi. Áin hefur rutt sig til móts við Brúnastaði og rennur nú í ál norðan megin með Hestfjallinu. Hún þarf enn að hækka nokkuð til að fari að flæða suður á landið við veiðihúsið í Oddgeirshólum en ef það gerist mun hún skila sér aftur í sinn hefðbundna farveg nokkru neðar.

Mat sérfræðinga Veðurstofu er að ekki sé von á auknu rennsli í Hvítánni og að á næstu klukkutímum muni „fjara út.“

Vandlega er fylgst með ástandinu og framvindu þess en jafnvel þó stíflan bresti er ekki talið að uppsafnað vatnsmagn á bak við hana sé það mikið að það skapi hættu í byggð. Hins vegar er fólk beðið að vera ekki í námunda við ána í næsta nágrenni stíflunnar af öryggisástæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×