Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. febrúar 2018 11:54 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“ Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“
Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00