Engin heildstæð meðferð fyrir dæmda kynferðisbrotamenn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir í kynferðisbrotamálum og eflingu löggæslu. vísir/stefán „Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið. Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Þrátt fyrir að lögregla muni ná auknum árangri við að koma kynferðisbrotamönnum í fangelsi þá koma þeir aftur út í samfélagið eftir afplánun,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún saknar þess að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum taki ekki með heildstæðari hætti á vandanum og tryggi aukið fjármagn til viðeigandi meðferðar fyrir þá sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðisbrot. „Með réttu inngripi og meðferð getum við dregið verulega úr líkum á frekari brotum,“ segir Anna Kristín og segir rannsóknir sýna að ef viðeigandi meðferð er veitt megi minnka líkur á brotum um helming.Anna Kristín Newton sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Fréttablaðið/ErnirÞau hundruð milljóna, sem varið verður til eflingar löggæslu á næstu árum og til fjármögnunar á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynferðisbrotum, fara að mestu til fjölgunar stöðugilda hjá lögreglu og saksóknara. Páll Winkel sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að með auknu fjármagni í rannsóknir og saksókn í þessum málaflokki megi gera ráð fyrir að dómþolum fjölgi og þeim þurfi að veita öfluga meðferð. Hvorki er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni til Fangelsismálastofnunar né til meðferðar fyrir þá sem hlotið hafa dóm fyrir kynferðisbrot. Anna Kristín segir í rauninni enga heildstæða stefnu hafa verið setta um meðferðarstarf fyrir kynferðisbrotamenn. „Fangelsismálastofnun hefur reynt upp á sitt einsdæmi að gera það sem stofnunin getur. En það skortir heildarsýn fyrir þessa meðferð,“ segir hún. „Það sem við höfum verið að benda á er að það þarf að vinna heildstætt með þá einstaklinga sem brjóta af sér kynferðislega gegn barni. Þetta eru einstaklingar sem hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að stíga yfir öll þau siðferðislegu mörk sem samfélagið setur í tengslum við hegðun og umgengni við börn og það þarf mjög sérhæfða nálgun til að geta hreyft við slíkum viðhorfum og í rauninni endurforritað þau,“ segir Anna Kristín. Hún segir miklu máli skipta að gefa sér góðan tíma í meðferðina því hún byggi á því að traust meðferðarsamband geti myndast. „Einstaklingar sem brjóta gegn börnum vita mjög oft upp á sig skömmina og ólíkt því sem margir halda eiga þessir einstaklingar oft mjög erfitt og skammast sín mjög fyrir það sem þeir hafa gert. Til að einstaklingur geti unnið sig frá frá því þarf traust samband við meðferðaraðila og þess vegna er langtímameðferð ákjósanlegust. Það hafa rannsóknir líka sýnt.“ Anna Kristín segir að hingað til hafi meðferð verið háttað þannig að þeir sem afplána fyrir kynferðisbrot, og einkum þeir sem brotið hafa gegn börnum, hafa verið settir í forgangshóp fyrir meðferð og hún hefur verið veitt á lokastigum afplánunar þegar styttist í að viðkomandi fari aftur út í samfélagið.
Fangelsismál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Lögreglan fær 237 milljónir króna aukalega á ári til að efla málsmeðferð kynferðisbrota Lagt til að fjölga rannsóknarlögreglumönnum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um fjóra. 2. febrúar 2018 14:02