Sveitarfélög verði beitt dagssektum tryggi þau ekki búsetuúrræði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:00 Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María. Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Í fréttum okkar síðustu daga hefur verið fjallað um konur með fíkni- og geðrænan vanda sem festast inni á geðdeild þar sem engin búsetuúrræði eru til staðar. Umboðsmaður borgarbúa hefur bent á að samstarf sveitarfélaga og ríkis verði að efla, en búsetan er á ábyrð sveitarfélaganna. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, segir húsnæðisskort setja strik í reikninginn. „Við erum að lenda í húsnæðisleysi hjá Reykjavíkurborg og það er náttúrulega mjög þröngt á húsnæðismarkaði. En aftur á móti höfum við verið að leita að húsnæði fyrir konur með þennan tvígreinda vanda,“ segir hún. Stefnumótunarfundur var haldinn í september síðastliðnum með öllum þeim sem koma að málefnum geðfatlaðra. Markmiðið var að efla samstarfið og setja ákveðin atriði í forgang. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala, segir Reykjavíkurborg hafa eflt aðgerðir sínar varðandi málefni geðfatlaðra. „En ég myndi vilja sjá hin sveitarfélögin, hér í kringum okkur, standa sig betur. Þau þurfa virkilega að taka sig á að mínu mati,“ segir María. Sigþrúður tekur undir það enda vitað að fólk úr öðrum sveitarfélögum leitar í borgina í leit að húsnæði og aðstoð - og ríkið þurfi einnig að styðja vel við. „Ekki spurning. Það þarf samstarf í þessum málaflokki.“ Á samráðsfundinum var sérstaklega fjallað um að fjölga búsetuúrræðum og að á næstu tveimur árum verði viðeigandi búseta tryggð af sveitarfélögum að meðferð lokinni, annars verði settar dagsektir á sveitarfélög. „Þetta er að skandinavískri fyrirmynd en hefur ekki virkað alls staðar. Ég veit um dæmi frá Bretlandi þar sem að sveitarfélög fóru á hausinn. Ég vona að við getum bara eflt samvinnuna svo við þurfum ekki að grípa inn í svona úrræði,“ segir María.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00 Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00 Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Föst á Kleppi í tvö ár með hundrað milljón króna kostnaði Kostnaður ríkisins tæpar hundrað milljónir vegna skorts á búsetuúrræði fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma og fíknivanda. 30. janúar 2018 20:00
Tvígreindar konur fastar á geðdeild mánuðum saman Engin búsetuúrræði eru fyrir konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu. Hópurinn er sérlega viðkvæmur og mörg dæmi eru um að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. 29. janúar 2018 20:00