Reiði í Afrin eftir limlestingu líks konu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2018 13:00 Stórskotalið Tyrklandshers skýtur á Kúrda í Afrinhéraði. Vísir/AFP Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018 Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Mikil reiði hefur blossað upp í Afrinhéraði Sýrlands eftir að uppreisnarmenn, sem studdir eru af Tyrklandi, birtu myndband af limlestu líki konu sem barðist fyrir YPG (Sýrlenska Kúrda). Uppreisnarmennirnir höfðu klætt hana úr að ofan og skorið brjóstin af líkinu. Á myndbandinu stóð hópur uppreisnarmanna í kringum líkið og ræddu hvort hún væri falleg eða ekki á meðan stigið var á hana. Forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights, samtaka sem fylgjast grannt með gangi mála í Sýrlandi í gegnum umfangsmikið net heimildarmanna, Rami Abdurrahman, sagði Washington Post að uppreisnarmennirnir sjálfir hefðu útvegað honum myndbandið sem um ræðir og stært sig af því að hafa fellt konuna í norðanverðu Afrinhéraði.Einn af uppreisnarmönnunum sagði að Kúrdar ættu að skammast sín fyrir að senda konur á víglínurnar. Fjöldi kvenna berjast fyrir YPG og hafa þær gert það um langt skeið. Konur tóku virkan þátt í orrustum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Uppreisnarmennirnir sem tóku myndbandið sögðu limlestinguna hafa verið refsingu fyrir atvik í apríl árið 2016 þegar meðlimir YPG keyrðu um götur Afrin með lík nokkra tuga uppreisnarmanna sem höfðu verið felldir þegar þeir gerðu árás á yfirráðasvæði Kúrda nærri Aleppo. Samkvæmt SOHR báðust YPG afsökunar á atvikinu og sögðu líkunum hafa verið ekið um borgina í óþökk leiðtoga YPG. Það væri ekki í samræmi við boðskap og gildi þeirra. Tyrkneski herinn réðst inn í Sýrland fyrir tveimur vikum og eru þúsundir uppreisnarmanna þeim til stuðnings. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.There's also another video going viral which is too graphic to share. But I'll try to describe it. Basically Syrian rebels near Afrin killed a Kurdish female fighter, took off her clothes, chopped off her breasts, stepped on her body &discussed whether she was beautiful or not.— Jenan Moussa (@jenanmoussa) February 1, 2018 This is how #NATO member #Turkey secures its borders. pic.twitter.com/JQYoCC0mJk— Rojava Defense Units | YPG (@DefenseUnits) February 1, 2018
Sýrland Tengdar fréttir Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46 „Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30 Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ætla að gefa Kúrdum vopn þvert á vilja Tyrkja Donald Trump hefur samþykkt vopnagjöfin sem Kúrdar munu nota gegn ISIS í Raqqa. 9. maí 2017 21:46
„Þeir óttast raddir okkar“ Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum. 11. nóvember 2016 14:30
Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Bandaríkin hótuðu einnig að hætta stuðningi sínum við Kúrda í Sýrlandi. 25. ágúst 2016 14:45