Vegir lokaðir víða, skólahald og strætóferðir falla niður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:15 Bálhvasst og töluverður snjór gerði ökumönnum erfitt fyrir á Hellisheiði í gærkvöldi. ívar halldórsson Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57. Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar en mikið óveður gekk yfir landið í gærkvöldi og nótt. Veðrið gengur að mestu niður nú fyrir hádegi en viðvaranir Veðurstofunnar eru enn í gildi. Þannig voru á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði og Sandskeiði í gærkvöldi og sátu bílarnir fastir ýmist vegna veðurs eða vegna annarra bíla sem voru fastir. Tóku um 90 björgunarsveitarmenn þátt í aðgerðum við afar erfiðar aðstæður þar sem aftakaveður var. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar eru eftirfarandi vegir lokaðir: Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalssheiði, Holtavörðuheiði, , Öxnadalsheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fróðárheiði. Skoða á með opun Hellisheiðar og Þrengsla um klukkan 8. Þá er rétt að benda vegfarendum á höfuðborgarsvæðinu á að töluverð hálka er á gangstéttum og gangstígum og því um að gera að fara varlega.Tilkynning frá skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar:Skólabílar keyra ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur í morgunsárið. Kennsla er að jafnaði ekki felld niður þótt veður sé slæmt. Það er hins vegar á valdi forráðamanna að meta hvort rétt sé að senda nemendur í skólann enda tilkynni þeir í skólann þá ákvörðun sína líkt og önnur forföll.Nemendur skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili.Samkvæmt viðbragðsáætluninni eiga starfsmenn skólans að mæta til vinnu í þeim bæjarkjarna sem þeir búa í þá daga sem rútuferðir eru felldar niður.Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á morgunin og ákvörðun um aksturs skólabíls verður endurskoðuð kl 9:00. Uppfært klukkan 09:04: Veðrið er að ganga niður í Snæfellbæ og skólabílar byrja að aka á ný milli Hellissands og Ólafsvíkur. Skólabíll fer frá Hellisandi kl. 9:30 og úr Ólafsvík 9:50. Þá fellur skólahald niður í Húnavallaskóla og í leikskólanum Vallabóli í dag vegna veðurs, í Grunnskólanum austan vatna á Hofsósi og Hólum að því er fram kemur á vef RÚV. Eftirfarandi ferðir strætó falla niður:Leið 51: N1 Selfoss kl.06:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.06:38 að Mjódd fellur niður N1 Selfoss kl.07:20 ekur aðeins í Hveragerði, Hveragerði kl.07:38 að Mjódd fellur niður BSÍ kl.06:55, Mjódd kl. 07:10 að Hveragerði kl.07:47 fellur niður, ekið frá Hveragerði kl.07:47 á Selfoss. Hella - Hvolsvöllur fellur niður. Mjódd kl.08:00 fellur niður.Leið 57: Akranes kl.06:20 í Mjódd Borgarnes kl.06:52 í Mjódd Akranes kl.08:30 í Mjódd Mjódd kl.07:25 að Akranesi (BSÍ kl.07:05) Mjódd kl. 07:45 að Borgarnesi Mjódd kl.09:00 Næsta tilkynning kl. 09:30Leið 58: frá Stykkishólmi kl.07:47 að Borgarnesi frá Borgarnesi kl.09:15 í Stykkishólm Leið 79: frá Húsavík kl. 06:24 á Akureyri frá Akureyri kl.08:21 á HúsavíkLeið 82: frá Hellissandi kl.07:06 í Stykkishólm frá Stykkishólmi kl.10:06 að Hellissandi. Færð og aðstæður á vegum eru annars þessar:Hálka, hálkublettir og jafvel snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi en aðalleiðir eru víða orðnar greiðfærar. Óveður á Reykjanesbraut, undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Flughálka er í Flóa, sunnan Selfoss. Skoða á með opnun um Hellisheiði og Þrengsli um klukkan 8. Upplýsingar hafa ekki borist frá Vesturlandi. Ófært er á Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og á norðanverðu Snæfellsnesi.Á Vestfjörðum er ófært um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði og Steingrímsfirði. Þungfært er á Súðavíkurhlíð.Á Norðurlandi er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þungfært er á Vatnsskarði og Þverárfjalli. Lokað er um Öxnadalsheiði og Mývatns- og Möðrudalsöræfi.Snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er úr Berufirði vestur í Jökulsárlóni en þar fyrir vestan eru hálkublettir eða hálka.Fréttin var uppfærð klukkan 07:57.
Veður Tengdar fréttir Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26 Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25 Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Gul viðvörun á öllu landinu og appelsínugul viðvörun á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra Suðaustan stormur skellur á á landið í kvöld og eru samgöngutruflanir líklegar. 1. febrúar 2018 18:26
Á annað hundruð bílar fastir á Hellisheiði Eru bílarnir ýmist fastir vegna veðurs eða fastir vegna annarra bíla sem eru fastir. 1. febrúar 2018 22:25
Björgunarsveitarmenn glímdu við afar erfiðar aðstæður á Hellisheiði 90 björgunarsveitmarmenn eru að ljúka störfum á Hellisheiði og Sandskeiði við að koma ökumönnum til aðstoðar. Aftakaveður er á heiðinni og aðstæður erfiðar, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. 1. febrúar 2018 23:49