Föngum á Litla-Hrauni skipt upp vegna hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins. Vísir/Eyþór Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50