Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman.Instagram/Heiðrún Lind
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason eignuðust son um helgina. Hjörvar setti inn tilkynningu um fæðingu barnsins á Facebook en þar kemur fram að móður og barni heilsist vel. Drengurinn var 15 merkur og 51 sentímetri að lengd.