Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 19:00 Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við, eins og sést á mynd. Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla, vill að tekið verði á málinu. Vísir/Samsett Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst. Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst.
Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira