Tæplega þúsund skjálftar á dag Sveinn Arnarsson skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. Vísir/Jón Ólafsson Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. Náttúruvársérfræðingur segir engar vísbendingar um kvikusöfnun og því geti eyjaskeggjar andað rólega. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að síðustu daga hafi tæplega þúsund skjálftar riðið yfir á hverjum sólarhring. Hrinan hafi byrjað um miðja viku en eigi sér aðdraganda þar sem stórir skjálftar hafi fundist í janúar og síðastliðið haust. „Þessi hrina núna er að sýna okkur mjög marga skjálfta á svæðinu. Hins vegar eru mælingar ekki að gefa neinar vísbendingar um kvikusöfnun á svæðinu svo við getum alveg verið róleg hvað það varðar. Að minnsta kosti eins og staðan er núna," segir Sigþrúður. Sú hrina sem nú gengur yfir er sú sterkasta síðan árið 2013 þegar skjálfti upp á 5,5 að stærð reið yfir örlítið austar en þar sem hrinan er nú. Rúmlega 10 skjálftar yfir þremur stigum að stærð hafa mælst og þann 15. febrúar kl. 19.37 mældist skjálfti af stærð 4,1. Sumir þessara skjálfta hafa fundist í Grímsey. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að örlítið hafi dregið úr hrinunni en þó geti hún tekið sig upp aftur. „Benda verður á að á þessu svæði og raunar öllu Tjörnesbrotabeltinu geta orðið mun stærri skjálftar og því verður alltaf að hafa í huga að í kjölfarið á hrinum sem þessum geta orðið talsvert stærri skjálftar.“ Jóhannes Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist finna endalaust fyrir skjálftum og þá sér í lagi á fimmtudagskvöldið þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hann var kominn á sjó þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er endalaust og þessir stærri skjálftar eftir áramót hafa fundist vel í eynni,“ segir Jóhannes. „Það er mörgum meinilla við þessa skjálfta og sér í lagi þegar þeir koma í svona hrinum eins og núna. Hún er einnig óvanalega löng. Einnig hafa verið skjálftar fyrir áramót þannig að þetta hefur staðið yfir nokkuð lengi. Stundum eru þeir staðsettir beint undir eynni og finnast mjög vel.“ Jóhannes hefur rætt við lögreglu og Almannavarnir vegna skjálftanna þannig að talsamband á sér stað milli eyjarskeggja og Almannavarna ef aðstæður breytast til hins verra. „Þeir segja okkur bara að vera róleg og að engin eldsumbrot séu í kortunum. Við erum nú orðin vön að það hristist hjá okkur og grenjum það ekki. Þó fólki sé meinilla við þetta þá er það bara orðið alvant skjálftum,“ segir Jóhannes. Hann lýsir því að hafa heyrt í stóra skjálftanum sem hafi komið með hvelli og varað í nokkuð langan tíma. „Það nötraði allt heima.“ Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er áttatíu ára gömul, fædd og uppalin í Grímsey og hefur hvergi annars staðar búið á ævinni. Hún segist ekki hafa fundið fyrir einum einasta skjálfta í þessari hrinu. Síðast fann hún fyrir skjálfta í haust. „Kannski er húsið mitt bara á svona góðum stað. Þessi sem ég fann í haust var rúmlega fjórir að stærð og það var nú bara eins og hurð væri að lokast. Ég finn ekkert fyrir þessu. Einnig erum við vön því hérna að eitthvað glamri í húsunum." Hulda segist muna vel eftir stóra jarðskjálftanum sem kenndur er við Kópasker sem reið yfir árið 1976. „Einnig man ég eftir einum í Skagafirðinum. Það voru miklu meiri læti. Þá kom svona bylur á undan og það hristist miklu meira. Hvort það komi núna veit ég ekkert um og verður bara að koma í ljós.“ Sigþrúður segist aldrei hafa tekið við símtali úr Grímsey þess efnis að þeir hafi fundið fyrir skjálftum, sem bendi til þess að þeir séu öllu vanir og kippi sér lítið upp við smáskjálfta. Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Grímsey Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Um fimmtíu manns hafa vetursetu í Grímsey þennan veturinn sem hefur einkennst af mörgum skjálftahrinum frá því síðasta haust. Áttræður eyjarskeggi hefur hins vegar ekki fundið einn einasta skjálfta á árinu. Náttúruvársérfræðingur segir engar vísbendingar um kvikusöfnun og því geti eyjaskeggjar andað rólega. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að síðustu daga hafi tæplega þúsund skjálftar riðið yfir á hverjum sólarhring. Hrinan hafi byrjað um miðja viku en eigi sér aðdraganda þar sem stórir skjálftar hafi fundist í janúar og síðastliðið haust. „Þessi hrina núna er að sýna okkur mjög marga skjálfta á svæðinu. Hins vegar eru mælingar ekki að gefa neinar vísbendingar um kvikusöfnun á svæðinu svo við getum alveg verið róleg hvað það varðar. Að minnsta kosti eins og staðan er núna," segir Sigþrúður. Sú hrina sem nú gengur yfir er sú sterkasta síðan árið 2013 þegar skjálfti upp á 5,5 að stærð reið yfir örlítið austar en þar sem hrinan er nú. Rúmlega 10 skjálftar yfir þremur stigum að stærð hafa mælst og þann 15. febrúar kl. 19.37 mældist skjálfti af stærð 4,1. Sumir þessara skjálfta hafa fundist í Grímsey. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að örlítið hafi dregið úr hrinunni en þó geti hún tekið sig upp aftur. „Benda verður á að á þessu svæði og raunar öllu Tjörnesbrotabeltinu geta orðið mun stærri skjálftar og því verður alltaf að hafa í huga að í kjölfarið á hrinum sem þessum geta orðið talsvert stærri skjálftar.“ Jóhannes Henningsson, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segist finna endalaust fyrir skjálftum og þá sér í lagi á fimmtudagskvöldið þegar stóri skjálftinn reið yfir. Hann var kominn á sjó þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Þetta er endalaust og þessir stærri skjálftar eftir áramót hafa fundist vel í eynni,“ segir Jóhannes. „Það er mörgum meinilla við þessa skjálfta og sér í lagi þegar þeir koma í svona hrinum eins og núna. Hún er einnig óvanalega löng. Einnig hafa verið skjálftar fyrir áramót þannig að þetta hefur staðið yfir nokkuð lengi. Stundum eru þeir staðsettir beint undir eynni og finnast mjög vel.“ Jóhannes hefur rætt við lögreglu og Almannavarnir vegna skjálftanna þannig að talsamband á sér stað milli eyjarskeggja og Almannavarna ef aðstæður breytast til hins verra. „Þeir segja okkur bara að vera róleg og að engin eldsumbrot séu í kortunum. Við erum nú orðin vön að það hristist hjá okkur og grenjum það ekki. Þó fólki sé meinilla við þetta þá er það bara orðið alvant skjálftum,“ segir Jóhannes. Hann lýsir því að hafa heyrt í stóra skjálftanum sem hafi komið með hvelli og varað í nokkuð langan tíma. „Það nötraði allt heima.“ Hulda Reykjalín Víkingsdóttir er áttatíu ára gömul, fædd og uppalin í Grímsey og hefur hvergi annars staðar búið á ævinni. Hún segist ekki hafa fundið fyrir einum einasta skjálfta í þessari hrinu. Síðast fann hún fyrir skjálfta í haust. „Kannski er húsið mitt bara á svona góðum stað. Þessi sem ég fann í haust var rúmlega fjórir að stærð og það var nú bara eins og hurð væri að lokast. Ég finn ekkert fyrir þessu. Einnig erum við vön því hérna að eitthvað glamri í húsunum." Hulda segist muna vel eftir stóra jarðskjálftanum sem kenndur er við Kópasker sem reið yfir árið 1976. „Einnig man ég eftir einum í Skagafirðinum. Það voru miklu meiri læti. Þá kom svona bylur á undan og það hristist miklu meira. Hvort það komi núna veit ég ekkert um og verður bara að koma í ljós.“ Sigþrúður segist aldrei hafa tekið við símtali úr Grímsey þess efnis að þeir hafi fundið fyrir skjálftum, sem bendi til þess að þeir séu öllu vanir og kippi sér lítið upp við smáskjálfta.
Almannavarnir Birtist í Fréttablaðinu Grímsey Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira