Starfsmaður barnaverndar úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 16:59 Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum mannsins, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku.Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag.Vísir/EyþórFerill málsins mjög óformlegur Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. 16. febrúar 2018 12:07