Grímseyingur flúði í bátinn sinn í skjálftunum í nótt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:00 Yfir fjórtán hundruð skjálftar hafa verið á svæðinu í kringum og í Grímsey. Kort frá Veðurstofu Íslands Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann. Grímsey Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Mikil skjálftahrina hefur gengið yfir Grímsey síðustu tvo daga. Þrír skjálftar fóru yfir 3 stig í nótt en sá stærsti var 4,1 stig um kvöldmatarleytið í gær. Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir þessa hrinu vera óvenju mikla, níu hundruð skjálftar í gær og það sem er af þessum degi fimm hundruð skjálftar. „Það eru iðulega skjálftahrinur þarna en þetta er meira en venjulega. En það er búið að skoða GPS-mælingar af þessu svæði og það er ekkert sem bendir til að það séu kvikuhreyfingar. En við getum ekki útilokað að það komi stærri skjálftar," segir Sigþrúður. Gylfi Gunnarsson, sjómaður í Grímsey, segir þetta mest vera litla skjálfta og engar skemmdir hafi orðið. „Það eru aðallega bölvuð læti í þessu og þannig verður maður var við þetta. En hlutir eru ekki að færast til og svoleiðis," segir Gylfi en viðurkennir að það sé ónotalegt að vita ekki hvað komi næst, sérstaklega eftir stóra skjálftann í gærkvöldi. „Þetta er helvítis ófögnuður, það er ekkert öðruvísi við það. Mér er hrikalega illa við þetta og er skíthræddur við þetta. Ég viðurkenni það alveg," segir Gylfi en hann flúði hús sitt í nótt og svaf um borð í báti sínum. Þar ætlar hann að vera á meðan eiginkonan er uppi á landi en segist neyðast til að fara aftur í hús þegar hún kemur tilbaka. „Það er anskoti lítil karlmennska í því að sofa í bátnum á meðan hún er heima. En mér finnst þetta ónotalegt, sérstaklega hvað þetta er búið að standa lengi," segir hann.
Grímsey Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira