Brexit: Viðræður hafnar um að tryggja stöðu Íslendinga í Bretlandi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2018 11:09 Alls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Vísir/Getty Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð. Brexit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli breskra stjórnvalda og stjórnvalda á Íslandi, Noregi og Liechtenstein sem hafa það að markmiði að tryggja íslenskum, norskum og liechtensteinskum ríkisborgurum sambærilega stöðu og ríkisborgurum ESB-ríkja í Bretlandi, eftir að Bretland gengur úr sambandinu á næsta ári. Viðræðurnar taka einnig til þess að staða Breta sem búsettir eru í umræddum EFTA-ríkjunum verði tryggð.Frá þessu er greint á heimasíðu breskra stjórnvalda. Bretar náðu í desember samkomulagi við ESB-ríkin um stöðu og réttindi Breta í aðildarríkjum ESB, og ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi, eftir útgöngu Bretlands. Alls búa nú þrjár milljónir ríkisborgara aðildarríkja ESB í Bretlandi og ein milljón Breta í aðildarríkjum ESB. Í fréttinni segir að fulltrúar breskra stjórnvalda hafi nú fundað með fulltrúum EES-EFTA ríkjanna í þeim tilgangi að tryggja að samkomulagið taki einnig til Íslands, Noregs og Liechtenstein. Samkomulagið sem Bretar náðu við ESB-ríkin nær til búsetu, rétt til heilsugæslu, lífeyrisréttinda, gagnkvæmri viðurkenningu á starfsréttindum og fleira.Tvö þúsund Íslendingar í BretlandiAlls búa 18 þúsund norskir ríkisborgarar í Bretlandi, um tvö þúsund Íslendingar og fjörutíu Liechtensteinar. Um 15 þúsund Bretar búa í Noregi, um átta hundruð á Íslandi og um sextíu í Liechtenstein. Fyrsti fundur breskra íslenskra, norskra og liechtensteinskra embættismanna fór fram síðastliðinn mánudag þar sem allir málsaðilar lýstu yfir vilja til að ná samkomulagi. Þá voru næstu skref viðræðnanna útlistuð.
Brexit Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum