Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:02 „Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15