Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:02 „Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15