Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Samgöngur skipta gríðarlega miklu máli þegar búseta er valin. Að mati Vífils gæti það skipt miklu fyrir byggðaþróun Vesturlands að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. vísir/pjetur Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00