Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Samgöngur skipta gríðarlega miklu máli þegar búseta er valin. Að mati Vífils gæti það skipt miklu fyrir byggðaþróun Vesturlands að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. vísir/pjetur Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent