Refsivert að sinna ekki tilkynningarskyldu barnaverndarlaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 18:49 Á blaðamannafundi lögreglu í gær voru niðurstöður innri skoðunar lögreglu á verkferlum sínum í máli barnaverndarstarfsmanns kynntar. Þar kom fram að aðkoma stjórnenda deildarinnar hafi verið ómarkviss, ábyrgð óljós og ekki eðlilegt aðhald til staðar. Lögreglustjóri sagði þó ekki tilefni til að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð. „Það er ekki okkar niðurstaða að það sé ástæða til þess. Við sjáum ekkert saknæmt og við erum fyrst og fremst að tryggja að þetta gerist ekki aftur," sagði Sigríður Björk á blaðamannafundinum og benti á að formleg rannsókn á málinu sé í höndum nefndar um eftirlit með lögreglu.Sigríður Á. Andersen er ánægð með skjót viðbrögð lögreglu og innri skoðun á verkferlumVÍSIR/ANTON BRINKÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, bendir aftur á móti á að í barnaverndarlögum sé kveðið sérstaklega á um tilkynningaskyldu lögreglu til barnaverndaryfirvalda, til dæmis ef barn býr við ofbeldi eða vanvirðandi aðstæður. Ef það sé látið hjá líða þá varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. „Og þetta er greinilega látið hjá líða ítrekað og við þessu er refsiákævði í barnaverndarlögum. Mér finnst óábyrgt að halda því fram að ekkert saknæmt hafi átt sér stað áður en raunveruleg rannsókn hefur átt sér stað í þessu máli,“ segir Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra ítrekar að eingöngu innanhússskoðun hafi farið fram - sú skoðun sýni að ekki sé um saknæma háttsemi að ræða, heldur gáleysi. „Við verðum að hafa í huga að þarna starfar fólk og það geta orðið mistök. Ég held það sé brýnna að menn taki á þessu með uppbyggilegum hætti,“ segir Sigríður Á. Andersen.Trausti Fannar Valsson, formaður nefndar um eftirlit með lögreglu.Lögregla hóf innri skoðun á verkferlum sínum í málinu að eigin frumkvæði. Enginn óháður aðili hefur gert rannsókn á málinu en á næstu dögum mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka málið til skoðunar. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd og var sett á fót fyrir ári síðan. Þangað geta borgarar leitað með athugasemdir eða kvartanir vegna starfa lögreglu. En einnig hefur nefndin heimild til að taka verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði. Lögreglustjóri hefur sent öll gögn til nefndarinnar og segir Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar, að gögnin verði skoðuð, verkferli metin og athugasemdum komið áfram til lögreglustjóra, eða til ríkissaksóknara eða ráðuneytis ef tilefni þykir til. „Við getum ekki ákveðið hvort niðurstaða máls verði ákæra eða ekki, við getum ekki ákveðið hvort niðurstaða máls verði áminning til lögreglumanns eða ekki. Það er alltaf hlutverk annarra í kerfinu en við fylgjumst með að málið fari í farveg og að því ljúki,“ segir Trausti Fannar. Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Á blaðamannafundi lögreglu í gær voru niðurstöður innri skoðunar lögreglu á verkferlum sínum í máli barnaverndarstarfsmanns kynntar. Þar kom fram að aðkoma stjórnenda deildarinnar hafi verið ómarkviss, ábyrgð óljós og ekki eðlilegt aðhald til staðar. Lögreglustjóri sagði þó ekki tilefni til að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð. „Það er ekki okkar niðurstaða að það sé ástæða til þess. Við sjáum ekkert saknæmt og við erum fyrst og fremst að tryggja að þetta gerist ekki aftur," sagði Sigríður Björk á blaðamannafundinum og benti á að formleg rannsókn á málinu sé í höndum nefndar um eftirlit með lögreglu.Sigríður Á. Andersen er ánægð með skjót viðbrögð lögreglu og innri skoðun á verkferlumVÍSIR/ANTON BRINKÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, bendir aftur á móti á að í barnaverndarlögum sé kveðið sérstaklega á um tilkynningaskyldu lögreglu til barnaverndaryfirvalda, til dæmis ef barn býr við ofbeldi eða vanvirðandi aðstæður. Ef það sé látið hjá líða þá varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. „Og þetta er greinilega látið hjá líða ítrekað og við þessu er refsiákævði í barnaverndarlögum. Mér finnst óábyrgt að halda því fram að ekkert saknæmt hafi átt sér stað áður en raunveruleg rannsókn hefur átt sér stað í þessu máli,“ segir Þórhildur Sunna. Dómsmálaráðherra ítrekar að eingöngu innanhússskoðun hafi farið fram - sú skoðun sýni að ekki sé um saknæma háttsemi að ræða, heldur gáleysi. „Við verðum að hafa í huga að þarna starfar fólk og það geta orðið mistök. Ég held það sé brýnna að menn taki á þessu með uppbyggilegum hætti,“ segir Sigríður Á. Andersen.Trausti Fannar Valsson, formaður nefndar um eftirlit með lögreglu.Lögregla hóf innri skoðun á verkferlum sínum í málinu að eigin frumkvæði. Enginn óháður aðili hefur gert rannsókn á málinu en á næstu dögum mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka málið til skoðunar. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd og var sett á fót fyrir ári síðan. Þangað geta borgarar leitað með athugasemdir eða kvartanir vegna starfa lögreglu. En einnig hefur nefndin heimild til að taka verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði. Lögreglustjóri hefur sent öll gögn til nefndarinnar og segir Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar, að gögnin verði skoðuð, verkferli metin og athugasemdum komið áfram til lögreglustjóra, eða til ríkissaksóknara eða ráðuneytis ef tilefni þykir til. „Við getum ekki ákveðið hvort niðurstaða máls verði ákæra eða ekki, við getum ekki ákveðið hvort niðurstaða máls verði áminning til lögreglumanns eða ekki. Það er alltaf hlutverk annarra í kerfinu en við fylgjumst með að málið fari í farveg og að því ljúki,“ segir Trausti Fannar.
Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00
Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11