Hægt að höfða einkamál láti lögregla mál niður falla: „Auðveldara að sanna í einkamáli en sakamáli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:30 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/Hanna Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“ Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23