Opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 21:06 Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi. Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Búið er að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu við Reykholt en töluverður fjöldi fólks hefur fest bíla sína á svæðinu, að sögn svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi. Þá hafa lögregla og björgunarsveitir ferjað sex erlenda ferðamenn í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Selfossi það sem af er kvöldi. Þá bætast enn við lokanir á vegum landsins en nú síðast var vegum um Kjalarnes og Þrengsli lokað. Auk þeirra er lokað fyrir alla umferð um Hellisheiði, í Ölfusi frá Hveragerði að Þrengslum, Biskupstungnabraut, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Brattabrekku, Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, milli Markarfljóts og Jökulsárlóns og þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu.Frá lokun á Vesturlandsvegar um Kjalarnes.Björgunarsveitin KjölurFjóla Einarsdóttir, svæðisfulltrúi Rauða krossins á Suðurlandi, segir að það sem af er kvöldi hafi lögregla og björgunarsveitir komið með sex ferðalanga í fjöldahjálparstöðina að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Í öllum tilvikum var um að ræða erlenda ferðamenn sem fest höfðu bíla sína í nærsveitum. „Það eru sex manns búnir að koma hingað til okkar en við erum búin að fá hótelgistingu fyrir þau. Bílarnir þeirra eru svo fastir upp í sveit,“ segir Fjóla í samtali við Vísi á níunda tímanum.Sjá einnig: Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Þá segir Fjóla töluverðan fjölda fólks hafa fest bíla sína í grennd við Reykholt og nú verði því ræstur út mannskapur til að opna nýja fjöldahjálparstöð í Aratungu. Sjálfboðaliðar eru því á leiðinni en stöðin er nú þegar opnuð þeim sem þurfa. „Það er búið að opna húsið en veðrið er svo slæmt að björgunarsveitin mun ferja Rauða kross-fólkið þangað uppeftir,“ segir Fjóla.Fjóla hafði ekki upplýsingar um það hversu margir þyrftu að leita skjóls í fjöldahjálparstöðinni í Aratungu. Þá verður fjöldahjálparstöðin á Selfossi einnig opin í alla nótt en um fimmtán sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina í stöðvunum tveimur. „Það þarf stóran hóp af fólki til að opna aðra fjöldahjálparstöð. Við erum búin að setja niður vaktaplan fyrir sjálfboðaliðana þannig að þeir verða á fjögurra tíma vöktum hér til hádegis á morgun,“ segir Fjóla. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og vegalokunum á vef Vegagerðarinnar. Þá er appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands enn í gildi á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra og Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi.
Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi en hún verður þess í stað opnuð að Eyrarvegi 28 á Selfossi. 10. febrúar 2018 18:29
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45