Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð kallar á fleiri starfsmenn. Suðurnes hagnast á því svo um munar en miklar áskoranir blasa við. Fréttablaðið/Stefán Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“ Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“
Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira