Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:09 Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Mynd/Alta.is Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“ Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57