Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2018 13:15 Kushner með Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að hafa enga reynslu af opinberum erindrekstri treysti Trump forseti tengdasyni sínum fyrir fjölda umfangsmikilla verkefna fyrir ríkisstjórnina. Vísir/AFP Fulltrúar erlendra ríkja hafa reynt að notfæra sér veikleika Jareds Kushner, tengdasonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Kushner hefur valdið leyniþjónustunni áhyggjum með samskiptum við erlenda aðila sem hann hefur ekki gefið upp. Á sama tíma er kastljós rannsóknar sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sagt beinast að viðskiptum Trump í Rússlandi áður en hann bauð sig fram.Washington Post segir að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kína, Ísraels og Mexíkó hafi rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum og hafa áhrif á hann. Samskipti Kushner við embætismenn sumra ríkja eru á meðal orsaka þess að hann hefur ekki fengið varanlega öryggisheimild. Greint var frá því í gær að tímabundin öryggisheimild Kushner hefði verið lækkuð og hefur hann því ekki lengur aðgang að sömu trúnaðarupplýsingunum og hann hafði áður. Þá segir blaðið að H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafi komist að því nýlega að Kushner hefði átt í samskiptum við erlenda embættismenn án þess að láta Þjóðaröryggisráðið vita eða skrá þau samskipti opinberlega. Ekki er þó ljóst hvort að ríkin hafi hrint aðgerðum í framkvæmd til að notfæra sér þessa veikleika Kushner.Fjárhagserfiðleikar í tengslum við fasteignaverkefni Óttast menn innan Hvíta hússins að erlend ríki gætu nýtt sér reynsluleysi Kushner og skuldir fyrirtækja sem hann tengist til að fá sínu framgegnt gagnvart honum. Trump hefur treyst tengdasyni sínum fyrir aragrúa verkefna, þar á meðal að vinna að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki síst er það fasteignaverkefni fjölskyldufyrirtækis Kushner í New York sem hefur vakið upp spurningar. Verkefnið, sem varðar skrifstofubyggingu í borginni, hefur verið í fjárhagslegum erfiðleikum. Fyrirtækið er sagt hafa fengið 1,2 milljarða dollara lánaða fyrir kaupum á byggingunni og er lánið á gjalddaga í janúar á næsta ári.Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, virðist fikra sig nær Trump forseta og fjármálum hans í rannsókn sinni. Það gæti gert árekstur á milli hans og forsetans óhjákvæmilegan í framtíðinni.Vísir/GettyÞannig vann Kushner að því að reyna að tryggja verkefninu fjármögnun frá erlendum aðilum á sama tíma og hann var einn stjórnenda forsetaframboðs tengdaföður síns. Hitti hann meðal annars athafnamenn frá Kína og Katar en án árangurs. Einnig hefur fundur Kushner með Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank í desember 2016, mánuði eftir kjör Trump, vakið umtal. Bankinn segir þá hafa rætt um viðskipti en Kushner sagði Bandaríkjaþingi að þeir hefðu ekki rætt um neitt sem varðaði fjölskyldufyrirtæki hans. Kushner lagði eignarhlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu inn í sjóð sem fjölskylda hans stjórnar þegar hann hóf störf fyrir Hvíta húsið.Spyrja út í viðskipti og atburði í Rússlandi Það eru ekki aðeins viðskipti Kushner sem valda ríkisstjórn Trump vandræðum heldur forsetans sjálfs. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur Mueller spyrji nú vitni út í viðskipti Donalds Trump í Rússlandi áður en hann bauð sig fram til forseta. Þeir hafa meðal annars viljað vita hvenær Trump ákvað að bjóða sig fram og hvort Rússar gætu haft skaðlegar upplýsingar um hann. Spurningarnar þykja benda til þess að Mueller sé að kanna hvernig Rússar kunni að hafa reynt að hafa áhrif á Trump þegar hann vann að verkefnum í Moskvu á sama tíma og hann var farinn að huga að forsetaframboði. Margar þeirra hafa beinst að ferð Trump til Moskvu árið 2013 þegar fegurðarsamkeppnin Ungfrú alheimur fór fram þar. Á sama tíma vann Trump að því að koma nafni sínu á háhýsi í borginni. Þau áform fóru þó út um þúfur. Það var í þeirri ferð sem safaríkustu sögurnar um Trump og Rússa eiga að hafa átt sér stað en þeim var meðal annars lýst í umdeildri skýrslu Christopher Steele, bresks fyrrverandi njósnara. Í ferðinni hitti Trump feðgana Aras og Emin Agalarov, fasteignamógúla og milljarðamæringa. Þeir höfðu síðar milligöngu um alræmdan fund elsta sonar Trump, Kushner og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins í Trump-turninum í júní 2016. Þar hittu þeir Rússa sem höfðu lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Trump með Agalarov-feðgunum á Ungfrú alheimskeppninni árið 2013. Sonurinn hafði síðar milligöngu um fund Trump-framboðsins með Rússum sem lofuðu skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/GettyRannsakendur Mueller eru meðal annars sagðir hafa spurt vitni að því hverjir hefðu haft aðgang að hótelherbergi Trump í Moskvu og hverjir voru í föruneyti hans. Þetta telur heimildarmaður CNN benda til þess að Mueller sé að reyna að komast til botns í hvort að Rússir hafi skaðlegar upplýsingar um Trump. Trump hefur áður sagt að hann telji að Mueller hafi ekki heimild til að rannsaka fjármál sín. Hann myndi líta á það sem „brot“ af hálfu rannsakandans. Forsetinn hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og reyndi að reka Mueller í fyrra. Bandaríkin Donald Trump Katar Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Fulltrúar erlendra ríkja hafa reynt að notfæra sér veikleika Jareds Kushner, tengdasonar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Kushner hefur valdið leyniþjónustunni áhyggjum með samskiptum við erlenda aðila sem hann hefur ekki gefið upp. Á sama tíma er kastljós rannsóknar sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins sagt beinast að viðskiptum Trump í Rússlandi áður en hann bauð sig fram.Washington Post segir að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kína, Ísraels og Mexíkó hafi rætt um hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, fjárhagserfiðleika og reynsluleysi í utanríkismálum til að ná taki á honum og hafa áhrif á hann. Samskipti Kushner við embætismenn sumra ríkja eru á meðal orsaka þess að hann hefur ekki fengið varanlega öryggisheimild. Greint var frá því í gær að tímabundin öryggisheimild Kushner hefði verið lækkuð og hefur hann því ekki lengur aðgang að sömu trúnaðarupplýsingunum og hann hafði áður. Þá segir blaðið að H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hafi komist að því nýlega að Kushner hefði átt í samskiptum við erlenda embættismenn án þess að láta Þjóðaröryggisráðið vita eða skrá þau samskipti opinberlega. Ekki er þó ljóst hvort að ríkin hafi hrint aðgerðum í framkvæmd til að notfæra sér þessa veikleika Kushner.Fjárhagserfiðleikar í tengslum við fasteignaverkefni Óttast menn innan Hvíta hússins að erlend ríki gætu nýtt sér reynsluleysi Kushner og skuldir fyrirtækja sem hann tengist til að fá sínu framgegnt gagnvart honum. Trump hefur treyst tengdasyni sínum fyrir aragrúa verkefna, þar á meðal að vinna að friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki síst er það fasteignaverkefni fjölskyldufyrirtækis Kushner í New York sem hefur vakið upp spurningar. Verkefnið, sem varðar skrifstofubyggingu í borginni, hefur verið í fjárhagslegum erfiðleikum. Fyrirtækið er sagt hafa fengið 1,2 milljarða dollara lánaða fyrir kaupum á byggingunni og er lánið á gjalddaga í janúar á næsta ári.Robert Mueller, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytisins, virðist fikra sig nær Trump forseta og fjármálum hans í rannsókn sinni. Það gæti gert árekstur á milli hans og forsetans óhjákvæmilegan í framtíðinni.Vísir/GettyÞannig vann Kushner að því að reyna að tryggja verkefninu fjármögnun frá erlendum aðilum á sama tíma og hann var einn stjórnenda forsetaframboðs tengdaföður síns. Hitti hann meðal annars athafnamenn frá Kína og Katar en án árangurs. Einnig hefur fundur Kushner með Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank í desember 2016, mánuði eftir kjör Trump, vakið umtal. Bankinn segir þá hafa rætt um viðskipti en Kushner sagði Bandaríkjaþingi að þeir hefðu ekki rætt um neitt sem varðaði fjölskyldufyrirtæki hans. Kushner lagði eignarhlut sinn í fjölskyldufyrirtækinu inn í sjóð sem fjölskylda hans stjórnar þegar hann hóf störf fyrir Hvíta húsið.Spyrja út í viðskipti og atburði í Rússlandi Það eru ekki aðeins viðskipti Kushner sem valda ríkisstjórn Trump vandræðum heldur forsetans sjálfs. CNN-fréttastöðin hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur Mueller spyrji nú vitni út í viðskipti Donalds Trump í Rússlandi áður en hann bauð sig fram til forseta. Þeir hafa meðal annars viljað vita hvenær Trump ákvað að bjóða sig fram og hvort Rússar gætu haft skaðlegar upplýsingar um hann. Spurningarnar þykja benda til þess að Mueller sé að kanna hvernig Rússar kunni að hafa reynt að hafa áhrif á Trump þegar hann vann að verkefnum í Moskvu á sama tíma og hann var farinn að huga að forsetaframboði. Margar þeirra hafa beinst að ferð Trump til Moskvu árið 2013 þegar fegurðarsamkeppnin Ungfrú alheimur fór fram þar. Á sama tíma vann Trump að því að koma nafni sínu á háhýsi í borginni. Þau áform fóru þó út um þúfur. Það var í þeirri ferð sem safaríkustu sögurnar um Trump og Rússa eiga að hafa átt sér stað en þeim var meðal annars lýst í umdeildri skýrslu Christopher Steele, bresks fyrrverandi njósnara. Í ferðinni hitti Trump feðgana Aras og Emin Agalarov, fasteignamógúla og milljarðamæringa. Þeir höfðu síðar milligöngu um alræmdan fund elsta sonar Trump, Kushner og Pauls Manafort, þáverandi kosningastjóra framboðsins í Trump-turninum í júní 2016. Þar hittu þeir Rússa sem höfðu lofað þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Trump með Agalarov-feðgunum á Ungfrú alheimskeppninni árið 2013. Sonurinn hafði síðar milligöngu um fund Trump-framboðsins með Rússum sem lofuðu skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/GettyRannsakendur Mueller eru meðal annars sagðir hafa spurt vitni að því hverjir hefðu haft aðgang að hótelherbergi Trump í Moskvu og hverjir voru í föruneyti hans. Þetta telur heimildarmaður CNN benda til þess að Mueller sé að reyna að komast til botns í hvort að Rússir hafi skaðlegar upplýsingar um Trump. Trump hefur áður sagt að hann telji að Mueller hafi ekki heimild til að rannsaka fjármál sín. Hann myndi líta á það sem „brot“ af hálfu rannsakandans. Forsetinn hefur ítrekað kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og reyndi að reka Mueller í fyrra.
Bandaríkin Donald Trump Katar Mexíkó Rússarannsóknin Tengdar fréttir Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30 Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller hefur áhuga á fjármálum tengdasonar Bandaríkjaforseta Jared Kushner var aðaltengiliður undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Donalds Trump við erlendar ríkisstjórnar. Á sama tíma stóð hann í viðræðum við erlenda aðila um fjármögnun fyrir fjölskyldufyrirtæki sitt. 19. febrúar 2018 22:30
Hvíta húsið vill ekki segja hvort öryggisheimildir hafi verið afturkallaðar Tengdasonur og dótir Trump forseta eru á meðal þeirra sem hafa aðeins haft tímabundna öryggisheimild um margra mánaða skeið. 27. febrúar 2018 16:45