Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 22:28 Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag. Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum. Fréttir af flugi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Umsókn íslenska flugfélagsins Air Atlanta um heimild til hergagnaflutningu til Sádi-Arabíu var hafnað í dag eftir að utanríkisráðuneytið veitti neikvæða umsögn um beiðnina. Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi.Þetta kom fram í tíu-fréttum RÚV í kvöld eftir að fréttaskýringarþátturinnKveikur fjallaði ítarlega um hergagnaflutningana fyrr í kvöld. Stjórnvöld hafa hingað til heimilað flutningana.Í umfjöllun Kveiks kom fram að vélar Atlanta hafi á undanförnum árum farið 25 ferðir hið minnsta með frakt frá Búlgaríu, Serbíu og Slóvakíu til Sádí-Arabíu. Svo virðist sem að þessi lönd séu einskonar miðstöð hergagnaflutninga til Sádí-Arabíu.Í Kveik kom einnig fram að samkvæmt íslenskum loftferðalögum verði íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.Vísir/ErnirAndi vopnasölusamningsins ekki virturVakin var athygli á því að Ísland hafi verið meðal fyrstu ríkja til þess að fullgilda vopnasölusamning Sameinuðu þjóðanna en samkvæmt honum er ríkjum óheimilt að heimila flutning á vopnum sem notuð eru gegn almenningi í stríðsátökum. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. Rætt var við sérfræðing hjá Amnesty International sem segir að vopnin sem komið hafi frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu séu annars eðlis en séu í notkun hjá sádí-arabíska hernum og því hefðu yfirvöld átt að gera frekari athugun á beiðni um heimildir til vopnaflutningannna.Í tíu-fréttum RÚV var rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Sagðist hún ekki telja að lög hefðu verið brotin með þessum vopnaflutningum en það liti út fyrir að andi vopnasölusamnings SÞ hefði ekki náð inn í framkvæmd íslenskra stjórnvalda á veitingum heimildar til vopnaflutninga Air Atlanta. Fleiri undanþágur verði ekki veittar fyrr en að reglugerð sem nær til málsins verði endurskoðuð og nýtt verklag mótað. Svona undanþágur eigi ekki að veita að sjálfu sér heldur að skoða eigi hverja umsókn fyrir sig eftir aðstæðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira