Strax komnar fram vangaveltur um að Barcelona ætli að selja Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Philippe Coutinho fagnar markinu sem hann lagði upp fyrir Luis Suarez. Vísir/Getty Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Philippe Coutinho er nýkominn til Barcelona en spænskir blaðamann eru strax farnir að skrifa um það að Brasilíumaðurinn sé á förum frá spænska félaginu. Philippe Coutinho skoraði laglegt mark um helgina og átti einnig flotta stoðsendingu á Luis Suarez. Það lítur út fyrir að hann sé að smella inn í liðið eftir rólega byrjun. Það breytir ekki því að spænsku blöðin eru farin að velta fyrir sér hvort að framtíð Brasilíumannsins sé í raun á Nou Camp. Nýjasta sögusögnin er það að Barcelona og Paris Saint-Germain ætli að skipta á þeim Philippe Coutinho og Kylian Mbappé í sumar. Barcelona eyddi mörgum mánuðum í að sannfæra Liverpool um að selja Philippe Coutinho og það tókst loksins að fá hann fyrir 100 milljónir punda í janúar. Franska liðið Paris Saint-Germain vill hinsvegar fá Philippe Coutinho og félagið er tilbúið að láta frá sér franska ungstirnið Kylian Mbappé til að að því verði. Stór hluti ástæðunnar er að reyna að sannfæra stærstu stjörnu PSG um að spila áfram í París.PSG are considering offering Barça Mbappe + cash for Brazilian playmaker Philippe Coutinho in order to convince Neymar to stay at their club. [el pais] pic.twitter.com/PBAUKBfPmN — Catalan Edition (@CatalanEdition2) February 26, 2018 Spænska blaðið El Pais segir frá þessu og heldur því fram að ein aðalástæðan fyrir þessu sé að þeir Neymar og Kylian Mbappé nái ekki saman. Philippe Coutinho og Neymar eru hinsvegar miklir vinir úr brasilíska landsliðinu. Barcelona er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á Kylian Mbappé en það hefur líka enska úrvalsdeildarliðið Manchester City. Það eru eflaust líka fleiri stór félög sem vilja fá þennan spennandi leikmann til sín í sumar fari svo að hann eigi sér ekki framtíð í París.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira