Innlent

Hlýnar talsvert í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Ferðamenn fengu kynni af íslensku slagviðri í vikunni.
Ferðamenn fengu kynni af íslensku slagviðri í vikunni. Vísir/Hanna
Í dag hlýnar talsvert á landinu og verður frostlaust um land allt næstu þrjá daga, meira og minna. Allhvöss og á köflum hvöss suðaustanátt en fremur lítil úrkoma fylgir þessu og ætti að vera alveg þurrt norðanlands.

Síðan er útlit fyrir að kólni aftur um og eftir miðja viku með norðaustanátt og éljum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga: 

Á morgun:

Heldur hægari SA-átt á morgun, en annars svipað veður. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast N-lands.

Á mánudag:

Suðaustan 10-18 m/s, hvassast V-lands og sums staðar dálítil væta, en hægari og bjartviðri NA-til. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og lítilsháttar væta á V-verðu landinu, en annars hægviðri og léttskýjað. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Hægur vindur og skýjað, en snjómugga eða slydda með köflum NV-til og kólnar í veðri.

Á fimmtudag:

Norðanátt og víða dálítil snjókoma eða él. Hiti um og undir frostmarki.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir norðaustlæga átt og él víða um land, en bjart með köflum S- og V-lands. Frost á öllu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×