Evrópskir stjórnmálamenn sverja af sér tengsl við kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2018 21:01 Gusenbauer stjórnaði Habsborgarhópnum svonefnda. Í ákæru Mueller kemur fram að félögum hans hafi verið ætlað að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu þegar þeir voru í reynd á launum hjá stjórnvöldum í Kænugarði. Vísir/AFP Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslari Austurríkis, segist ekki hafa vitað af því að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, hafi staðið að baki hópi fyrrverandi háttsetra evrópskra stjórnmálamanna sem töluðu máli úkraínskra stjórnvalda. Vísað er til hópsins í ákæru gegn Manafort. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem rannsakar afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016, hefur ákært Manafort fyrir fjölda brota sem tengjast störfum hans sem málafylgjumaður fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu. Í nýjum liðum sem bætt hefur verið við ákæruna kemur fram að Manafort hafi greitt hópi fyrrverandi háttsettra stjórnmálamanna frá Evrópu tvær milljónir dollara á laun fyrir að koma fram sem óháðir álitsgjafar um málefni Úkraínu undir stjórn Janúkovitsj sem var tengdur stjórnvöldum í Kreml. Í ákærunni kom aðeins fram að „kanslari“ hafi leitt hópinn og hafa böndin borist að Gusenbauer. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir honum að hann hafi tekið þátt í „göfugum“ tilraunum til þess að færa Úkraínu nær Evrópusambandinu. Hann hafi staðið í þeirri meiningu að hann hefði fengið greitt fyrir ráðgjafarstörf frá bandarísku fyrirtæki, ekki Manafort eða ríkisstjórn Janúkovitsj. Hann segist þó hafa hitt Manafort í tvígang. „Ég vissi ekki af því að Manafort fjármagnaði þetta starf og að sjálfsögðu tengdist ég ekki störfum hans innan Úkraínu,“ segir Gusenbauer.Leyndu fé sem þeir fengu fyrir málafylgjustörfin fyrir JanúkovitsjRomano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur einnig verið bendlaður við „Habsborgarhópinn“ svonefnda sem Manafort kom á fót. Hann segist hafa verið hluti af hópi evrópskra stjórnmálamanna sem hafi verið að reyna að skilja hvort eitthvað væri hægt að gera í málefnum Úkraínu. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt og því hafi þeir hætt þeim tilraunum. Janúkovitsj flúði til Moskvu eftir að honum var steypt af stóli í miklum mótmælum í Úkraínu árið 2013. Manafort fékk milljónir dollara fyrir ráðgjafarstörf fyrir Héraðaflokk Janúkovitsj fram að þeim tíma. Ákærur Mueller á hendur Manafort varða að miklu leyti fjármunina sem Manafort fékk fyrir þau störf. Hann og Rick Gates, viðskiptafélagi hans og aðstoðarkosningastjóri Trump, eru sakaðir um að hafa falið féð fyrir bandarískum stjórnvöldum og vanrækt að skrá sig sem málafylgjumenn erlends ríkis eins og þeim bar lagaleg skylda til að gera. Gates játaði sök að hluta til í gær. Hann er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknarana um að vinna með þeim og veita upplýsingar. Þrátt fyrir að Manafort hafi hætt sem kosningastjóri Trump eftir ásakanir um að hann hefði þegið milljónir frá Janúkovitsj í ágúst árið 2016 hélt Gates áfram að starfa fyrir framboðið. Hann var jafnframt varaformaður nefndar sem annaðist valdatöku Trump eftir kosningarnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Fyrrverandi kosningastjóri Trump greiddi evrópskum fyrrverandi stjórnmálamönnum á laun fyrir að tala máli úkraínskra stjórnvalda sem voru höll undir Kreml. 23. febrúar 2018 23:00
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02