Innlent

Met í fjölda útkalla hjá slökkviliðinu í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við að slökkviliðsmenn þurfi að sinna útköllum í dag vegna vatnsleka.
Búast má við að slökkviliðsmenn þurfi að sinna útköllum í dag vegna vatnsleka. Vísir/Hanna
Slökkviliðsmenn sinntu um útköllum vegna vatnstjóns út um alla borg í nótt og var lítið stoppað að sögn varðstjóra. Slökkviliðsmenn sinntu yfir hundrað útköllum, sem telst sennilega til mets, og fóru strax tveir bílar út frá slökkviliði um klukkan hálf átta í morgun þegar ný vakt tók við. Um tíma í nótt voru átta útköll á bið því ekki var mannskapur til að sinna þeim öllum og þurfti því að forgangsraða eftir nauðsyn.

Kalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Meðal annars þurfti að bjarga 15 hrossum og 30 kindum í Fjárborgum við Vesturlandsveg í nótt vegna vatnsleka. Stóð sú björgun yfir frá upphafi nætur og fram sjötta tímann í morgun. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu býst ekki við öðru en að það verði fjöldi útkalla í dag vegna vatnstjóns þegar fyrirtækja verður vitjað nú í morgunsárið þegar fólk mætir til vinnu.   


Tengdar fréttir

Gríðarlegur vatnsleki í Álfkonuhvarfi

Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana í bílakjallaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×