Góðar bókmenntir eiga alls staðar erindi Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2018 06:00 Hrefna Haraldsdóttir segir það gleðiefni að geta nú aukið styrkveitingar til myndríkra barnabóka án þess að skerða aðra styrki. VÍSIR/STEFÁN Miðstöð íslenskra bókmennta hefur verið starfandi frá árinu 2013 og á þeim tíma hafa umsvifin aukist og verkefnum fjölgað jafnt og þétt. Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri og aðspurð um hlutverk og starfsemi Miðstöðvarinnar segir hún létt í bragði að hún verði að setja upp gleraugu til þess að geta svarað því. „Okkar hlutverk er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.“ Hrefna segir að ein helsta leiðin til að efla bókmenninguna felist í því að veita ýmsa styrki til útgáfu og þýðinga hérlendis. „Það eru útgáfustyrkir, nýræktarstyrkir, sem veittir eru fyrir fyrsta verk höfunda, og þýðingastyrkir úr erlendum tungumálum yfir á íslensku. Þá veitum við ferðastyrki fyrir höfunda sem fara utan að kynna verk sín og líka dvalarstyrki fyrir þýðendur í samvinnu við Rithöfundasambandið. Erlendir útgefendur geta líka sótt um styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Við tökum auk þess árlega þátt í stórum bókamessum og kynnum íslenska höfunda og bókmenntir fyrir erlendum útgefendum og lesendum.“ Hrefna hefur á orði að starfsemin hafi gengið mjög vel frá upphafi og að Miðstöðin sé í raun allsherjar þjónustumiðstöð fyrir bókmenntirnar, líkt og systurstofnanirnar á Norðurlöndum.,,Umsóknum um styrki fjölgar sífellt og augljóst að þörfin er mikil, enda mikill metnaður í íslenskri bókaútgáfu. Það er líka mikið leitað til okkar varðandi fjölmargt sem snýr að íslenskum bókmenntum og rithöfundum; vegna upplestra, bókmenntahátíða eða annarra viðburða erlendis og við sinnum öllum þessum fjölbreyttu verkefnum eftir bestu getu. Allt miðar starf Miðstöðvarinnar að því að kynna, vekja athygli á og beina sjónum að íslenskum bókmenntum.“Hrefna Haraldsdóttir segir það gleðiefni að geta nú aukið styrkveitingar til myndríkra barnabóka án þess að skerða aðra styrki.Vísir/stefánHrefna leggur áherslu á að gott samband við þýðendur sé ákaflega mikilvægur liður í starfi Miðstöðvarinnar og nefnir að í haust hafi þau haldið stórt þýðendaþing hér heima í samstarfi við helstu stofnanir á bókmenntasviðinu. „Þarna voru komnir saman 30 þýðendur frá 17 málsvæðum. Þetta fólk er okkur ákaflega dýrmætt vegna þess að við þurfum alltaf á góðum þýðendum að halda til að bækurnar fari víðar og lesendahópurinn stækki. Þeir eru sannkallaðir sendiherrar bókmenntanna og nú er svo komið að íslenskar bækur hafa verið þýddar og gefnar út í um 50 löndum.“ En hvað er það sem veldur þessum mikla áhuga á bókmenntum smáþjóðar norður í Atlantshafi? „Ísland er vinsælt land nú um stundir og það hefur sín áhrif. En oft þarf bara eina þýdda bók til kveikja áhugann, því hún getur vakið forvitni og þar með eftirspurn eftir fleiri íslenskum bókum og höfundum. En lögmálið er auðvitað fyrst og fremst að góðar bókmenntir eiga alls staðar erindi.“ Mikil umræða hefur verið um stöðu lesturs og barnabókmennta síðustu misserin og Hrefna segir að Miðstöðin hafi brugðist við ástandinu meðal annars með því að halda úti lestrarvefnum Allir lesa síðastliðin þrjú ár í samvinnu við Bókmenntaborgina og efnt til árlegs landsleiks í lestri, sem þúsundir hafa tekið þátt í.„Svo höfum við haft á stefnuskránni að auka veg barna- og ungmennabóka og einn liður í því er að styrkja sérstaklega vandaðar, myndríkar barnabækur, því þær eru oft dýrar í framleiðslu. Og þegar við fengum svolitla hækkun á fjárlögum núna, gerði það okkur kleift að fylgja þessu eftir, án þess að skerða aðrar styrkveitingar og það er mikið gleðiefni. Þetta er fyrsta skrefið og í framhaldinu getum svo vonandi bætt enn frekar í.“ Hrefna telur að vandaðar, myndríkar bækur henti vel til þess að efla áhuga barna á bókum og hvetja til lesturs bæði hjá ungum lesendum og svo séu þær tilvaldar fyrir lestrarstundir fjölskyldunnar. „Það er vissulega nokkuð af slíkum bókum gefið út nú þegar, en við finnum að þörfin er enn meiri. Við vonumst til þess að nýju styrkirnir bæti úr brýnni þörf og ég hef fulla trú á að bækurnar muni skila sér á markað strax í haust og þeim fari svo fjölgandi á næstu misserum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur verið starfandi frá árinu 2013 og á þeim tíma hafa umsvifin aukist og verkefnum fjölgað jafnt og þétt. Hrefna Haraldsdóttir er framkvæmdastjóri og aðspurð um hlutverk og starfsemi Miðstöðvarinnar segir hún létt í bragði að hún verði að setja upp gleraugu til þess að geta svarað því. „Okkar hlutverk er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.“ Hrefna segir að ein helsta leiðin til að efla bókmenninguna felist í því að veita ýmsa styrki til útgáfu og þýðinga hérlendis. „Það eru útgáfustyrkir, nýræktarstyrkir, sem veittir eru fyrir fyrsta verk höfunda, og þýðingastyrkir úr erlendum tungumálum yfir á íslensku. Þá veitum við ferðastyrki fyrir höfunda sem fara utan að kynna verk sín og líka dvalarstyrki fyrir þýðendur í samvinnu við Rithöfundasambandið. Erlendir útgefendur geta líka sótt um styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Við tökum auk þess árlega þátt í stórum bókamessum og kynnum íslenska höfunda og bókmenntir fyrir erlendum útgefendum og lesendum.“ Hrefna hefur á orði að starfsemin hafi gengið mjög vel frá upphafi og að Miðstöðin sé í raun allsherjar þjónustumiðstöð fyrir bókmenntirnar, líkt og systurstofnanirnar á Norðurlöndum.,,Umsóknum um styrki fjölgar sífellt og augljóst að þörfin er mikil, enda mikill metnaður í íslenskri bókaútgáfu. Það er líka mikið leitað til okkar varðandi fjölmargt sem snýr að íslenskum bókmenntum og rithöfundum; vegna upplestra, bókmenntahátíða eða annarra viðburða erlendis og við sinnum öllum þessum fjölbreyttu verkefnum eftir bestu getu. Allt miðar starf Miðstöðvarinnar að því að kynna, vekja athygli á og beina sjónum að íslenskum bókmenntum.“Hrefna Haraldsdóttir segir það gleðiefni að geta nú aukið styrkveitingar til myndríkra barnabóka án þess að skerða aðra styrki.Vísir/stefánHrefna leggur áherslu á að gott samband við þýðendur sé ákaflega mikilvægur liður í starfi Miðstöðvarinnar og nefnir að í haust hafi þau haldið stórt þýðendaþing hér heima í samstarfi við helstu stofnanir á bókmenntasviðinu. „Þarna voru komnir saman 30 þýðendur frá 17 málsvæðum. Þetta fólk er okkur ákaflega dýrmætt vegna þess að við þurfum alltaf á góðum þýðendum að halda til að bækurnar fari víðar og lesendahópurinn stækki. Þeir eru sannkallaðir sendiherrar bókmenntanna og nú er svo komið að íslenskar bækur hafa verið þýddar og gefnar út í um 50 löndum.“ En hvað er það sem veldur þessum mikla áhuga á bókmenntum smáþjóðar norður í Atlantshafi? „Ísland er vinsælt land nú um stundir og það hefur sín áhrif. En oft þarf bara eina þýdda bók til kveikja áhugann, því hún getur vakið forvitni og þar með eftirspurn eftir fleiri íslenskum bókum og höfundum. En lögmálið er auðvitað fyrst og fremst að góðar bókmenntir eiga alls staðar erindi.“ Mikil umræða hefur verið um stöðu lesturs og barnabókmennta síðustu misserin og Hrefna segir að Miðstöðin hafi brugðist við ástandinu meðal annars með því að halda úti lestrarvefnum Allir lesa síðastliðin þrjú ár í samvinnu við Bókmenntaborgina og efnt til árlegs landsleiks í lestri, sem þúsundir hafa tekið þátt í.„Svo höfum við haft á stefnuskránni að auka veg barna- og ungmennabóka og einn liður í því er að styrkja sérstaklega vandaðar, myndríkar barnabækur, því þær eru oft dýrar í framleiðslu. Og þegar við fengum svolitla hækkun á fjárlögum núna, gerði það okkur kleift að fylgja þessu eftir, án þess að skerða aðrar styrkveitingar og það er mikið gleðiefni. Þetta er fyrsta skrefið og í framhaldinu getum svo vonandi bætt enn frekar í.“ Hrefna telur að vandaðar, myndríkar bækur henti vel til þess að efla áhuga barna á bókum og hvetja til lesturs bæði hjá ungum lesendum og svo séu þær tilvaldar fyrir lestrarstundir fjölskyldunnar. „Það er vissulega nokkuð af slíkum bókum gefið út nú þegar, en við finnum að þörfin er enn meiri. Við vonumst til þess að nýju styrkirnir bæti úr brýnni þörf og ég hef fulla trú á að bækurnar muni skila sér á markað strax í haust og þeim fari svo fjölgandi á næstu misserum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira