Assad-liðar á leið til Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn og vilja reka þá Afrinhéraði Sýrlands. Vísir/AFP Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018 Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira