Fyrsta alþjóðamótið í slembiskák til heiðurs Fischer í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:45 Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan. Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan.
Skák Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira