
Ekki benda á mig
Tæknimenn Sjónvarpsins hafa því örugglega verið fegnir þegar útsendingu lauk. Á bak við svona sýningu er margra vikna skipulag, undirbúningur og vinna. Það þarf að hugsa fyrir hverju einasta smáatriði og jafnvel minnsta yfirsjón getur sett allt í uppnám. Það má nefnilega bóka að á bak við hverja einustu vandræðalegu afsökun hjá prúðbúnum kynnum í beinni útsendingu um að „tæknin sé nú eitthvað að stríða okkur“ sé tæknimaður að svitna gegnum stuttermabolinn.
Þótt mannslíf séu ekki í húfi þá felst nefnilega umtalsverð ábyrgð í því að tryggja að allt gangi upp bak við tjöldin á stórum viðburðum. Ef hlutirnir fara úr skorðum er ekki bara verið að bregðast samstarfsfólki heldur öllum þeim sem hafa ákveðið að verja sínum dýrmæta tíma til þess að fylgjast með skemmtuninni.
En sem betur fer voru engir sýnilegir hnökrar á útsendingunni á laugardagskvöldið. Tæknifólkið hefur því getað losað um frumsýningarspennuna að lokinni útsendingu með því að óska hvert öðru til hamingju og skála svo í dósabjór. Þannig týpur ætlast ekki til þess að vera hampað þótt allt gangi að óskum.
Ekkert klúður
Sjokkið kom daginn eftir. Fréttir fóru að berast um að hugsanlega hafi verið misbrestur á rafrænni talningu atkvæða í símakosningunni. Hjartað hefur þá farið að hamast í þeim sem báru ábyrgð á rafrænu kjörkössunum. Gat verið að svipað klúður hafi átt sér stað eins og á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra? Þá var La La Land tilkynnt sem besta myndin en aðstandendurnir þurftu svo að skila styttunni eftir hjartnæmar þakkarræður því fulltrúi PWC hafði ekki sett rétt umslag í hendurnar á kynnunum, það var kvikmyndin Moonlight sem raunverulega vann. Og þessi mistök eru það eina sem nokkur man af þessari hátíð.
Það hefði verið fremur hallærislegt ef öll tilfinningaríku fagnaðarópin og einlægu viðtölin eftir að tilkynnt var um sigur Ara hefðu bara verið byggð á einhverjum misskilningi. Og það sem verra er—öll hin frábæra vinna við undirbúning og framkvæmd kvöldsins hefði fallið algjörlega í skuggann af mistökunum.
Þjóðin beið því spennt á meðan málið var rannsakað. Eftir rúman sólarhring tilkynnti Vodafone með stolti að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað í atkvæðagreiðslunni og að öll atkvæði hefðu skilað sér. Öll þjóðin gat varpað öndinni léttar, og sérstaklega aðstandendur keppninnar og þeir sem báru ábyrgð á atkvæðagreiðslunni.
Ekki smámál
En það er auðvitað víðar en í Eurovision sem fólk leggur hart að sér til þess að skipuleggja viðburði þar sem ekkert má út af bregða. Þeir sem leggja stund á spretthlaup eyða mörgum árum í að æfa sig fyrir keppni sem tekur tíu sekúndur, leikarar æfa sig í margar vikur fyrir frumsýningar og nemendur í skólum landsins undirbúa sig nótt sem nýtan dag fyrir mikilvæg próf. Í öllum þessum tilvikum þurfa alls konar aðilar „á bak við tjöldin“ að taka hlutverk sitt mjög alvarlega til þess að allt gangi upp.
Það er þess vegna ekkert smámál að stærstur hluti 9. bekkinga hafi orðið fyrir því í vikunni, eftir margra vikna undirbúning og stress, að tölvukerfið í kringum samræmt próf í íslensku klikkaði þegar á hólminn var komið.
Aðili brást
Menntamálastofnun, sem ber ábyrgð á framkvæmd prófsins, var fljót að benda á sökudólginn. Það var hinn sívinsæli blóraböggull „þjónustuaðili“ sem klikkaði.
Svo virðist sem „þjónustuaðila“ hafi láðst að stilla netkerfið þannig að það þyldi fullkomlega fyrirsjáanlegt álag þennan daginn.
Þegar hlutir fara úrskeiðis þá virðist það merkilega oft vera þessum „þjónustuaðila“ að kenna því oftast ríkir ágæt sátt milli stofnunar sem ber ábyrgð og „þjónustuaðila“ um að „þjónustuaðili“ taki á sig skammirnar svo lengi sem aldrei er sagt frá því hver hann er—því þá gæti komið í ljós að mistökin eigi sér flóknari rætur.
Það er ekki nema þegar hlutirnir ganga sérstaklega vel að grímunni er svipt af „þjónustuaðila“ og honum hampað. Annars er hann dálítið eins og grímuklædd ofurhetja með öfugum formerkjum—mætir ekki á svæðið til að bjarga málum en birtist alltaf til þess að taka á sig skammirnar þegar hlutir klúðrast og enginn vill taka ábyrgðina.
Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Skoðun

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar