Misráðin höft Hörður Ægisson skrifar 9. mars 2018 07:00 Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun