Misráðin höft Hörður Ægisson skrifar 9. mars 2018 07:00 Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Göfug markmið eiga það til að snúast upp í andhverfu sína. Þegar innflæðishöftin voru kynnt til leiks í maí 2016, þar sem erlendum aðilum var gert að binda 40 prósent af fjárfestingu sinni í skráðum skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum, var tilgangurinn einkum sá að sporna gegn hinum alræmdu vaxtamunarviðskiptum. Flestir, minnugir þess hvað gerðist í aðdraganda fjármálahrunsins 2008, sýna því skilning og stuðning að Seðlabankinn hafi í vopnabúri sínu stjórntæki til að aftra því að gríðarlegt innflæði skammtímafjármagns geti kynt undir ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og fjármálaóstöðugleika. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hins vegar bent á hið augljósa. Beiting innflæðishaftanna átti alltaf að vera neyðarúrræði, en slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi um þessar mundir, og þá hafa vextir Seðlabankans farið lækkandi síðustu misseri á meðan vextir erlendis hafa farið hækkandi. Vaxtamunur Íslands við útlönd fer því minnkandi, samhliða því að hagvöxtur hérlendis er að færast nær meðaltali annarra OECD-ríkja, og tæpast nein rök fyrir því að viðhalda höftunum í óbreyttri mynd. Seðlabankinn er þessu ósammála og hefur af einhverjum ástæðum ekki enn séð neina ástæðu til að breyta útfærslu þeirra til hagsbóta fyrir íslenskt efnahagslíf. Sú óskiljanlega tregða hefur keyrt upp vaxtakostnað fyrirtækja og heimila. Hafi Seðlabankinn ætlað sér að skrúfa nánast alfarið fyrir fjárfestingu erlendra aðila í ríkisskuldabréfum þá hefur bankanum tekist það. Auðvitað var það samt aldrei ætlunin. Slík fjárfesting hlýtur að jafnaði að vera til marks um traustleikamerki á undirstöðum og efnahagshorfum landsins en hlutfall erlendra fjárfesta á íslenskum ríkisskuldabréfamarkaði er með því lægsta sem þekkist í vestrænum samanburði. Á sama tíma og erlendum skuldabréfafjárfestum er haldið frá landinu hefur innflæði fjármagns í skráð hlutabréf, sem lýtur ekki neinum hömlum, stóraukist. Sú þróun er nýmæli á íslenskum hlutabréfamarkaði og gefur til kynna að þeir myndu gjarnan einnig vilja kaupa skuldabréf fyrirtækja hér á landi ef ekki væri fyrir höftin. Þessi skekkja sem innflæðishöftin valda hefur skilað sér í því að þurrka upp fjármagn á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði þar sem lífeyrissjóðirnir sitja í raun uppi sem einu leikendurnir. Þeir horfa hins vegar einkum út fyrir landsteinana í fjárfestingum sínum og niðurstaðan er því fyrirsjáanleg – fjármagn til fyrirtækja er af skornum skammti og vaxtaálög hafa hækkað til muna. Seðlabankinn ætti að rýmka strax um höftin þannig að gerður yrði greinarmunur á raunverulegum vaxtamunarviðskiptum og langtímafjárfestingum í íslensku atvinnulífi. Að öðrum kosti munu fyrirtæki og heimili enn um sinn þurfa að búa við lakari vaxtakjör en ella enda hafa höftin valdið því að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér að fullu til raunhagkerfisins. Íslendingar fá með öðrum orðum ekki að njóta þeirra hagfelldu skilyrða sem hafa skapast – lág verðbólga, mikill viðskiptaafgangur, jákvæð eignastaða við útlönd og hátt sparnaðarstig – og ætti að skila sér í enn lægra raunvaxtastigi en raun ber vitni. Innflæðishöftin, sem eru í reynd skattur á heimili og fyrirtæki, hafa kippt þeirri þróun úr sambandi. Í hvaða tilgangi? Það virðist enginn vita lengur. Ávinningur haftanna er öllum óljós nema kannski þeim sem stýra málum í Svörtuloftum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun