Trump stendur við tollana Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 20:37 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld tolla á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna. Kanada og Mexíkó fái tímabundna undanþágu á meðan fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA, sé endurskoðaður. Þá gaf forsetinn í skyn að Ástralía og „önnur ríki“ gætu einnig fengið undanþágu.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu tollarnir taka gildi eftir um fimmtán daga. Um er að ræða 25 prósenta toll á innflutt stál og tíu prósenta toll á ál. Þá áskilur Trump sér réttar til þess að hækka eða lækka tollinn frá einstökum ríkjum. Hann sagðist vilja sanngirni í alþjóðaviðskiptum Bandaríkjanna og sagði sömuleiðis að bæði vinir þeirra og óvinir væru mjög ósanngjarnir.„Við verðum mjög sanngjarnir, við verðum mjög sveigjanlegir en við ætlum að vernda hagsmuni vinnandi fólks í Bandaríkjunum eins og ég sagðist ætla að gera í kosningabaráttunni,“ sagði Trump.Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa ekki tekið vel í hugmyndir Trump um tolla. 107 þingmenn fulltrúadeildarinnar sendu Trump bréf á dögunum og báðu hann um að hætta við. Þá hefur þingmaðurinn Jeff Flake, sem er Repúblikani, tilkynnt að hann ætli að leggja fram lagafrumvarp sem ætlað er að fella niður tolla Trump. Paul Ryan leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir andstöðu við tollana. Helsti efnahagsráðgjafi Trump, Gary Cohn, hefur sagt af sér vegna andstöðu sinni við tollana. Þá hafa nokkur stór ríki og Evrópusambandið sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin hótað því að svara fyrir sig með tollum á útflutning Bandaríkjanna. Sérfræðingar hafa varað við mögulegu viðskiptastríði.Tilkynning Trump í heild sinni LIVE: President Trump to sign orders on steel and aluminum tariffs. https://t.co/8oSBc05WUd— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018 Trump skrifar undir JUST IN: President Trump signs orders for 25% tariffs on steel and 10% tariffs on aluminum. pic.twitter.com/zEp77yqMdF— NBC News (@NBCNews) March 8, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira