Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:29 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sést hér fyrir aftan Jón H. B. Snorrason, saksóknara, þegar krafan um vanhæfi var tekin fyrir í Landsrétti. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57