Smálán eru vaxandi vandamál Ásta S. Helgadóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smálán Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Embætti umboðsmanns skuldara greindi frá því á dögunum að fjöldi þeirra sem sóttu um aðstoð hjá embættinu hefur verið vaxandi frá árinu 2015. Greining á þessari aukningu leiðir í ljós að mest fjölgun er meðal umsækjenda á aldrinum 18-29 ára en um 70% þeirra hafa tekið smálán. Alla jafna er um að ræða tekjulága einstaklinga, á leigumarkaði, með neysluskuldir sem oft eru með óhagstæðum lánaskilmálum. Markaðssetning smálána hefur verið áberandi undanfarin misseri og virðist einkum beint að þessum aldurshópi. Embættið hefur vakið athygli á því hversu einfalt er að nálgast smálán en nægilegt er að einstaklingur skrái nafn, kennitölu og bankareikning á vefsvæði og þá getur hann fengið lán sé hann ekki á vanskilaskrá. Þessi staða er alvarleg og leggur embættið áherslu á að með auknu aðgengi að lánsfé fyrir þennan hóp er mikilvægt að stuðla að auknu fjármálalæsi og þarf sú fræðsla meðal annars að beinast að þessu tiltekna lánsformi og því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir einstaklinginn að nýta sér það. Embættið fagnar þeirri þörfu umræðu sem skapast hefur undanfarið og ekki síst þeim áhuga sem Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur sýnt þessu mikilvæga málefni. Að mati umboðsmanns skuldara er þetta verkefni tvíþætt. Til að taka á þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að gera ítarlega könnun á umfangi og starfsemi smálánafyrirtækja hér á landi. Kanna þarf til hvaða aðgerða grípa þarf til að koma böndum á starfsemina t.d. með því að gera hana eftirlitsskylda með sama hætti og fjármálafyrirtæki. Þá er ljóst að efla þarf fjármálalæsi og er brýnt að kennsla um fjármál verði hluti af almennu námi á grunn- og framhaldsskólastigi hér á landi. Embætti umboðsmanns skuldara vill leita allra leiða til að forða þeim sem sækja um þessi lán frá því að lenda í greiðsluerfiðleikum og er embættið tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða.Höfundur er umboðsmaður skuldara
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar