Bylting innan ASÍ hafin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31