Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2018 08:26 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, nýtur trausts Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra, eins og fram kom á þingi í gær. Samfylkingin og Píratar hafa hins vegar lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. vísir/hanna Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Stjórnarandstöðuflokkarnir fimm funduðu um vantraust á ráðherrann í gær og veltu því upp hvort allir flokkarnir ættu að standa sameiginlega að tillögu um slíkt. Úr því verður ekki heldur leggja Samfylkingin og Píratar fram tillöguna en reikna má með að þorri þingmanna stjórnarandstöðunnar styðji vantraust á Sigríði. Óljóst er hvað þingmenn Flokks fólksins gera en Inga Sæland, formaður flokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að flokkurinn vildi stíga varlega til jarðar og ekki taka neinar afgerandi ákvarðanir fyrr en að niðurstaða Hæstaréttar í dómsmáli sem snýr að vanhæfi Arnfríðar Einarsdóttur, Landsréttardómara, liggur fyrir. Þá er spurning hvort einhverjir stjórnarliðar styðji slíka tillögu, en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lýsti því yfir á þingi í gær að hún bæri fullt traust til allra ráðherra í ríkisstjórn, þar á meðal Sigríðar Andersen. Tillagan var send inn til skrifstofu Alþingis skömmu fyrir miðnætti í nótt. Hvenær tillagan verður tekin fyrir liggur er ekki ljóst en gera má ráð fyrir að Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, fundi með forsvarasmönnum flokkanna á þingi nú í morgunsárið en hefð er fyrir því að vantrauststillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að dómsmálaráðherra hefði brotið gegn stjórnsýslulögum með skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Var ríkið dæmt til að greiða tveimur dómurum miskabætur vegna málsins en þeir voru á meðal fjögurra dómara sem metnir voru hæfastir af dómnefnd en ráðherra skipti út fyrir aðra. Hinir dómararnir tveir sem skipt var út hafa einnig höfðað mál gegn ríkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00 „Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gerir ekki athugun á ráðherra Umboðsmaður Alþingis skoðar stigagjöf við mat á umsækjendum um opinber störf og áhrif hennar á stjórnsýsluhætti. Hann telur dómstóla hafa svarað álitaefnum um embættisfærslur dómsmálaráðherra. 5. mars 2018 06:00
„Sýnir að það er ekki þessi tiltrú sem ætti jafnan að vera á dómsmálaráðherra“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir umræðuna um hugsanlega vantrauststillögu stjórnarandstöðuflokkanna á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sýna alvarleika Landsréttarmálsins. 5. mars 2018 21:21