Neyðargögn berast loks til Austur-Ghouta Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:11 Rússneskir hermenn fylgjast með vörubíl með neyðargögnum í Damaskus. Vísir/AFP Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara. Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bílalest með neyðargögn komst inn á svæði uppreisnarmanna í austurhluta Ghouta í Sýrlandi í dag þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir þar. Þetta eru fyrstu neyðargögnin sem berast til svæðisins í fleiri vikur. Alls eru 46 bílar í lestinni og flytja þeir matvæli og önnur neyðargögn til 27.500 manns á svæðinu, þrátt fyrir að fregnir hafi borist að enn sé verið að varpa sprengjum þar. Þrátt fyrir heit Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, um fimm klukkustunda dagleg vopnahlé og ákall öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um mánaðarlangt vopnahlé hefur bílalestin ekki komist af stað fyrr en nú.Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmanni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar að embættismenn sýrlenskra stjórnvalda hafi lagt hald á um 70% neyðargagnanna áður en bílalestin lagði af stað. Ríkisstjórnin reyni með því að koma í veg fyrir að uppreisnarmennirnir fái aðhlynningu. Fjórtán manns féllu í loftárásum stjórnarhersins í nótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hundruð manna hafa fallið í herför stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnunum í Austur-Ghouta síðustu vikur. Sameinuðu þjóðirnar telja að um 400.000 óbreyttir borgarar séu fastir á svæðinu og að matvæli og sjúkrarvörur séu orðnar af skornum skammti. Bandaríkjastjórn hefur fordæmt árásir stjórnarhersins og rússneskra stjórnvalda og sakar þau um að drepa óbreytta borgara.
Sýrland Tengdar fréttir Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00 Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00 Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32 Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Stjórnarliðar streymdu inn í Austur-Ghouta Önnur daglega fimm klukkustunda pásan á átökunum í Austur-Ghouta, nærri höfuðborginni Damaskus í Sýrlandi, stóð ekki undir nafni frekar en sú fyrsta. 1. mars 2018 06:00
Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sýrlandsher heldur áfram árásum þrátt fyrir að vopnahlé hafi verið samþykkt af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. 27. febrúar 2018 17:00
Hjálparsamtök ekki fengið að flytja nauðsynjar til Ghouta í dag Bílalest sem flytja átti nauðsynjar á vegum Sameinuðu þjóðanna til austurhluta Ghouta í dag hefur ekki fengið leyfi til að fara inn á svæðið. 4. mars 2018 14:32
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Fyrstu bílalestirnar til Austur-Ghouta Búist er við að Sýrlandsstjórn heimili hjálparsamtökum að senda nauðsynjar til Douma í Austur-Ghouta. Nærri 200.000 þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 3. mars 2018 08:30