„Helst langar okkur að fólk dvelji yfir nótt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 21:00 Uppgangur er og ýmis tækifæri til staðar í ferðaþjónustu í Grímsey Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla. Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla.
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00