Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2018 09:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur engar áhyggjur af komandi viðskiptastríði. Nordicphotos/AFP Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“ Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stáliðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á innfluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á viðskiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskiptahalla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evrópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagnaðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu forsetans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auðvelt að vinna þau væri Alþjóðaviðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á samhæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðuneytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál- og stáliðnaði.“
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira