„Martraðarflug“ Icelandair til Manchester til rannsóknar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. mars 2018 16:43 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Mynd/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið flug Icelandair til Manchester þann 23. febrúar á síðasta ári til rannsóknar. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. RÚV greindi fyrst frá.Var flugi víða frestað í Bretlandi þennan dagn vega stormsins sem Doris reið yfir Bretland þennan dag og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar.Sjá einnig: Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum.UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.Sjá einnig: Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester„Korteri áður en við áttum að lenda í fyrsta skiptið var tilkynnt um ókyrrð í lofti. Dekkin voru komin niður en skyndilega var vélinni kippt upp aftur. Þegar við vorum yfir ánni í Liverpool leit ég út um gluggann og fann að vélin var nánast á hlið. Það voru allir öskrandi og ælandi þetta var bara alveg hræðilegt,“ sagði Guðrún.Sagðu hún einnig að flugmennirnir hefðu átt mikið hrós fyrir að lenda flugvélinni á heilu og höldnu miðað við veðuraðstæður.Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa beinist að varaeldsneytismálum sem og verklagi við ákvörðun um flug eða frestun flugs, hjá flugfélaginu.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00 Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Farþegar æptu og ældu í martröð í Manchester Flugstjóri farþegaþotu Icelandair lýsti yfir neyðarástandi til að fá forgang í lendingu í Manchester í gær. Hann var búinn að reyna að lenda bæði í Manchester og Liverpool. Farþegi segir konu hafa misst meðvitund í gríðarlegum hrist 24. febrúar 2017 07:00
Flugstjóri Icelandair lýsti yfir neyðarástandi eftir að hafa þurft í tvígang að hætta við lendingu "Það var farið að ganga á eldsneytið eftir þennan biðtíma.“ 23. febrúar 2017 16:06