Sálfræðingur leggur mat á hvatir starfsmanns barnaverndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2018 19:15 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. vísir/hanna Sálfræðingur hefur verið dómkvaddur til þess að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi á árunum 2000 til 2010. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem snýr að því hvort að sálfræðingurinn fái aðgang að öllum kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða. Féllst dómurinn á það að sálfræðingurinn fengi aðgang að gögnunum og þann úrskurð staðfesti Landsréttur. Verjandi mannsins lagðist gegn því að sálfræðingurinn fengi þau gögn en samkvæmt kröfu ákæruvaldsins var þess óskað að sálfræðingur yrði dómkvaddur „til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi sóknaraðila. Var úrlausnarefni matsmanns að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir matsandlagsins í ljósi rannsóknar lögreglu á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum,“ eins og segir í úrskurði héraðsdóms. Matsmaður hafi frjálsar hendur við gagnaöflun Í þinghaldi í málinu fyrir tæpum mánuði var tiltekinn sálfræðingur dómkvaddur til að framkvæma matið. „Sama dag var verjandi sóknaraðila upplýstur um að matsmaður hefði óskað eftir afriti af öllum skýrslum sakbornings og brotaþola svo matsmaður „gæti lagt mat á frekari áhættuhegðun með sem bestum hætti“ eins og segir í tölvupósti matsmanns. Í tilefni af þessu kom verjandi á framfæri ábendingu til varnaraðila þess efnis að að matsmaður hefði ekki verið fenginn til að leggja mat á áhættuhegðun sóknaraðila.“ Verjandinn fékk tölvupóst frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um tíu dögum síðar þar sem honum var tilkynnt að sálfræðingurinn fengi umbeðin gögn. Verjandinn beindi þá málinu til úrlausnar héraðdóms þar sem málið var flutt tveimur dögum síðar. Var á því byggt að mat matsmannsins hlyti að byggja á viðtölum við hinn grunaða „eða skoðun á atriðum sem snúi að honum, fremur en lýsingum annarra á meintum kynferðisathöfnum sem hann hefur alfarið neitað fyrir. Mat á frekari áhættuhegðun telur sóknaraðili að stappi nærri því að matsmaður leitist við að staðreyna hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum sem settar hafa verið fram í kærum á hendur honum. Slíkar ályktanir eigi ekki heima í matsgerð af þessu tagi,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms um málið. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu að lögreglunni væri óheimilt að veita sálfræðingnum aðgang að kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða, og staðfesti Landsréttur þann úrskurð eins og áður segir. Var á því byggt að matsmaður hefði frjálsar hendur „um hvaða gagna hann aflar í því skyni að framkvæma mat sitt, að því tilskildu að þau gögn nýtist honum til að leggja mat á þau atriði sem matsbeiðni lýtur að, [...].“Hinn grunaði í gæsluvarðhaldi til 13. apríl Maðurinn sem grunaður er í málinu var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins sagði að rannsókn málsins miðaði vel og stefnt væri að því að ljúka henni fljótlega. Kæra barst lögreglu á hendur manninum í ágúst síðastliðnum en hann var ekki handtekinn fyrr en í janúar. Hefur lögregla viðurkennt mistök við meðferð málsins. Þá leiddi úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur í ljós að mistök áttu sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um manninn árið 2008. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sálfræðingur hefur verið dómkvaddur til þess að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um að hafa beitt átta börn kynferðisofbeldi á árunum 2000 til 2010. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem snýr að því hvort að sálfræðingurinn fái aðgang að öllum kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða. Féllst dómurinn á það að sálfræðingurinn fengi aðgang að gögnunum og þann úrskurð staðfesti Landsréttur. Verjandi mannsins lagðist gegn því að sálfræðingurinn fengi þau gögn en samkvæmt kröfu ákæruvaldsins var þess óskað að sálfræðingur yrði dómkvaddur „til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi sóknaraðila. Var úrlausnarefni matsmanns að leggja mat á kynferðislegar langanir og hvatir matsandlagsins í ljósi rannsóknar lögreglu á meintum kynferðisbrotum hans gegn börnum,“ eins og segir í úrskurði héraðsdóms. Matsmaður hafi frjálsar hendur við gagnaöflun Í þinghaldi í málinu fyrir tæpum mánuði var tiltekinn sálfræðingur dómkvaddur til að framkvæma matið. „Sama dag var verjandi sóknaraðila upplýstur um að matsmaður hefði óskað eftir afriti af öllum skýrslum sakbornings og brotaþola svo matsmaður „gæti lagt mat á frekari áhættuhegðun með sem bestum hætti“ eins og segir í tölvupósti matsmanns. Í tilefni af þessu kom verjandi á framfæri ábendingu til varnaraðila þess efnis að að matsmaður hefði ekki verið fenginn til að leggja mat á áhættuhegðun sóknaraðila.“ Verjandinn fékk tölvupóst frá aðstoðarsaksóknara hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um tíu dögum síðar þar sem honum var tilkynnt að sálfræðingurinn fengi umbeðin gögn. Verjandinn beindi þá málinu til úrlausnar héraðdóms þar sem málið var flutt tveimur dögum síðar. Var á því byggt að mat matsmannsins hlyti að byggja á viðtölum við hinn grunaða „eða skoðun á atriðum sem snúi að honum, fremur en lýsingum annarra á meintum kynferðisathöfnum sem hann hefur alfarið neitað fyrir. Mat á frekari áhættuhegðun telur sóknaraðili að stappi nærri því að matsmaður leitist við að staðreyna hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum sem settar hafa verið fram í kærum á hendur honum. Slíkar ályktanir eigi ekki heima í matsgerð af þessu tagi,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms um málið. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu að lögreglunni væri óheimilt að veita sálfræðingnum aðgang að kæruskýrslum brotaþola ásamt lögregluskýrslum sem teknar hafa verið af hinum grunaða, og staðfesti Landsréttur þann úrskurð eins og áður segir. Var á því byggt að matsmaður hefði frjálsar hendur „um hvaða gagna hann aflar í því skyni að framkvæma mat sitt, að því tilskildu að þau gögn nýtist honum til að leggja mat á þau atriði sem matsbeiðni lýtur að, [...].“Hinn grunaði í gæsluvarðhaldi til 13. apríl Maðurinn sem grunaður er í málinu var á föstudag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl, á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins sagði að rannsókn málsins miðaði vel og stefnt væri að því að ljúka henni fljótlega. Kæra barst lögreglu á hendur manninum í ágúst síðastliðnum en hann var ekki handtekinn fyrr en í janúar. Hefur lögregla viðurkennt mistök við meðferð málsins. Þá leiddi úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á verkferlum og reglum er varða tilkynningar og ábendingar sem berast til Barnaverndar Reykjavíkur í ljós að mistök áttu sér stað þegar ekki var brugðist við tilkynningu um manninn árið 2008.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Borgarstarfsmaður gerði mistök í máli meints kynferðisbrotamanns Barnavernd fékk ábendingu um málið árið 2008 en þeirri ábendingu var ekki komið áfram vegna mistaka starfsmanns, að því er fram kemur í úttekt á verkferlum hjá Barnavernd. 15. mars 2018 18:59
Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 13. apríl. 16. mars 2018 15:21