Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:30 Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent