Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2018 23:00 John Dowd, lögmaður Trump. Vísir/Getty John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallar eftir því að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort að Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Gowd notar brottrekstur Andrew McCabe, næstráðanda FBI, sem fordæmi. Hann segist vona að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra sem er yfir Rússarannsókninni svokölluðu, fylgi „ljómandi og hugrökku“ fordæmi Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og siðferðisteymi FBI, og bindi enda á rannsóknina sem sé gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Dowd sagði Daily Beast að hann væri að tjá sig í starfi sínu sem lögmaður Trump en dró þó í land við aðra fjölmiðla og sagðist ekki vera tala fyrir forsetann.Jeff Sessions rak Andrew McCabe í gærkvöldi, rúmlega sólarhring áður en hann ætlaði að setjast í helgan stein. McCabe hefur verið skotmark árása Trump forseta og repúblikana lengi.Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016. McCabe er einnig vitni í rannsókn Mueller. Í umfjöllun Washington Post segir að ef ummæli Dowd séu til marks um skoðun Trump og lögmannateymis hans séu um stefnubreytingu að ræða. Þeir hafi ávalt heitið því að starfa með rannsakendum Mueller.Donald Trump hefur fagnað brottrekstri McCabe. Undanfarið ár hefur forsetinn ítrekað gagnrýnt McCabe, sem leiddi rannsókn FBI á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Meðal þess sem Trump hefur gagnrýnt McCabe fyrir er að árið 2015 bauð eiginkona McCabe sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir Demókrataflokkinn og fékk framboð hennar fjárhagslegan stuðning frá samtökum sem Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri og bandamaður Hillary Clinton, stýrir. Þann 23. desember tísti forsetinn um McCabe og að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Trump virtist óánægður með að geta mögulega ekki rekið hann áður.Vert er að benda á að framboð eiginkonu McGabe var misheppnað og því lauk árið 2015, áður en hann varð næstráðandi FBI. Þegar hann var settur yfir tölvupóstarannsóknina úrskurðuðu innri rannsakendur FBI að enginn hagsmunaárekstur væri til staðar. Þegar forsetinn rak James Comey, forstjóra FBI, í maí i fyrra var Comey staddur í Kaliforníu. Flaug hann heim með flugvél FBI þann dag. Trump er sagður hafa verið foxillur yfir því og hringt í McCabe, sem þá var starfandi forstjóri FBI, til að spyrja hvers vegna Comey hefði fengið að fljúga heim með vél stofnunarinnar. McCabe sagði að það hefði ekki verið borið undir hann en ef hann hefði verið spurður hefði hann leyft Comey að fljúga heim með vélinni. Eftir stutta þögn í símanum hafi Trump sagt McCabe að „spyrja eiginkonu sína hvernig það væri að vera tapari“. „Allt í lagi, herra,“ á McCabe að hafa svarað en Trump hafi þá lagt á. Hvíta húsið segir að fregnirnar séu uppspuni frá rótum. Þá er Trump sagður hafa spurt McCabe á fyrsta fundi þeirra hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum og helt sér yfir hann fyrir misheppnaðan stjórnmálaferil eiginkonu hans og áðurnefndan fjárhagslegan stuðning.Margir ósáttir Trump hefur fagnað brottrekstri McCabe á Twitter í dag og notað tækifærið til að setja út á Comey, sem er að gefa út bók, í leiðinni. Gagnrýnendur segja brottrekstur McCabe vera lið í áætlun Trump-liða að draga úr trúverðugleika FBI og Mueller.The Fake News is beside themselves that McCabe was caught, called out and fired. How many hundreds of thousands of dollars was given to wife’s campaign by Crooked H friend, Terry M, who was also under investigation? How many lies? How many leaks? Comey knew it all, and much more! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018As the House Intelligence Committee has concluded, there was no collusion between Russia and the Trump Campaign. As many are now finding out, however, there was tremendous leaking, lying and corruption at the highest levels of the FBI, Justice & State. #DrainTheSwamp — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018 Nú segja fjölmiðlar að McCabe hafi geymt minnisblöð um fundi sína og Trump. Það gæti mögulega styrkt frásögn hans. Þá tísti James Comey einnig í dag og sagði að bandaríska þjóðin myndi heyra sögu hans innan bráðar. Þá gætu þau dæmt fyrir sig hver sé heiðursmaður og hver ekki.Mr. President, the American people will hear my story very soon. And they can judge for themselves who is honorable and who is not.— James Comey (@Comey) March 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra. 8. mars 2018 07:56 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
John Dowd, lögmaður Donald Trump, kallar eftir því að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna stöðvi rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og hvort að Trump hafi staðið í vegi réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Gowd notar brottrekstur Andrew McCabe, næstráðanda FBI, sem fordæmi. Hann segist vona að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra sem er yfir Rússarannsókninni svokölluðu, fylgi „ljómandi og hugrökku“ fordæmi Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og siðferðisteymi FBI, og bindi enda á rannsóknina sem sé gölluð og spillt af pólitískum sjónarmiðum. Dowd sagði Daily Beast að hann væri að tjá sig í starfi sínu sem lögmaður Trump en dró þó í land við aðra fjölmiðla og sagðist ekki vera tala fyrir forsetann.Jeff Sessions rak Andrew McCabe í gærkvöldi, rúmlega sólarhring áður en hann ætlaði að setjast í helgan stein. McCabe hefur verið skotmark árása Trump forseta og repúblikana lengi.Sessions segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir viðamikla innri rannsókn á starfi McCabe. Þá sakar Sessions McCabe um að hafa lekið upplýsingum í fjölmiðla án leyfis, auk þess sem hann hafi ekki sýnt af sér þann heiðarleika og ábyrgð sem krafist er af aðstoðarforstjóra FBI. Sjálfur er McCabe óánægður með ráðahaginn og segir brottreksturinn byggðan á rangfærslum. Þá vill hann meina að um sé að ráða árás á trúverðugleika sinn. „Þetta er mismunun gagnvart mér vegna aðkomu minnar, gjörða minna og þess sem ég varð vitni að í kjölfar brottreksturs James Comey [fyrrverandi forstjóra FBI],“ sagði McCabe í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins. Bandaríkjaforseti rak Comey í maí í fyrra vegna aðkomu þess síðarnefnda að rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trumps í forsetakosningunum 2016. McCabe er einnig vitni í rannsókn Mueller. Í umfjöllun Washington Post segir að ef ummæli Dowd séu til marks um skoðun Trump og lögmannateymis hans séu um stefnubreytingu að ræða. Þeir hafi ávalt heitið því að starfa með rannsakendum Mueller.Donald Trump hefur fagnað brottrekstri McCabe. Undanfarið ár hefur forsetinn ítrekað gagnrýnt McCabe, sem leiddi rannsókn FBI á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Meðal þess sem Trump hefur gagnrýnt McCabe fyrir er að árið 2015 bauð eiginkona McCabe sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir Demókrataflokkinn og fékk framboð hennar fjárhagslegan stuðning frá samtökum sem Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri og bandamaður Hillary Clinton, stýrir. Þann 23. desember tísti forsetinn um McCabe og að hann ætlaði sér að setjast í helgan stein. Trump virtist óánægður með að geta mögulega ekki rekið hann áður.Vert er að benda á að framboð eiginkonu McGabe var misheppnað og því lauk árið 2015, áður en hann varð næstráðandi FBI. Þegar hann var settur yfir tölvupóstarannsóknina úrskurðuðu innri rannsakendur FBI að enginn hagsmunaárekstur væri til staðar. Þegar forsetinn rak James Comey, forstjóra FBI, í maí i fyrra var Comey staddur í Kaliforníu. Flaug hann heim með flugvél FBI þann dag. Trump er sagður hafa verið foxillur yfir því og hringt í McCabe, sem þá var starfandi forstjóri FBI, til að spyrja hvers vegna Comey hefði fengið að fljúga heim með vél stofnunarinnar. McCabe sagði að það hefði ekki verið borið undir hann en ef hann hefði verið spurður hefði hann leyft Comey að fljúga heim með vélinni. Eftir stutta þögn í símanum hafi Trump sagt McCabe að „spyrja eiginkonu sína hvernig það væri að vera tapari“. „Allt í lagi, herra,“ á McCabe að hafa svarað en Trump hafi þá lagt á. Hvíta húsið segir að fregnirnar séu uppspuni frá rótum. Þá er Trump sagður hafa spurt McCabe á fyrsta fundi þeirra hvern hann hefði kosið í forsetakosningunum og helt sér yfir hann fyrir misheppnaðan stjórnmálaferil eiginkonu hans og áðurnefndan fjárhagslegan stuðning.Margir ósáttir Trump hefur fagnað brottrekstri McCabe á Twitter í dag og notað tækifærið til að setja út á Comey, sem er að gefa út bók, í leiðinni. Gagnrýnendur segja brottrekstur McCabe vera lið í áætlun Trump-liða að draga úr trúverðugleika FBI og Mueller.The Fake News is beside themselves that McCabe was caught, called out and fired. How many hundreds of thousands of dollars was given to wife’s campaign by Crooked H friend, Terry M, who was also under investigation? How many lies? How many leaks? Comey knew it all, and much more! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018As the House Intelligence Committee has concluded, there was no collusion between Russia and the Trump Campaign. As many are now finding out, however, there was tremendous leaking, lying and corruption at the highest levels of the FBI, Justice & State. #DrainTheSwamp — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 17, 2018 Nú segja fjölmiðlar að McCabe hafi geymt minnisblöð um fundi sína og Trump. Það gæti mögulega styrkt frásögn hans. Þá tísti James Comey einnig í dag og sagði að bandaríska þjóðin myndi heyra sögu hans innan bráðar. Þá gætu þau dæmt fyrir sig hver sé heiðursmaður og hver ekki.Mr. President, the American people will hear my story very soon. And they can judge for themselves who is honorable and who is not.— James Comey (@Comey) March 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39 Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30 Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra. 8. mars 2018 07:56 Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Aðstoðarforstjóri FBI rekinn Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, var rekinn í gærkvöldi. 17. mars 2018 07:39
Repúblikanar hafna lykilniðurstöðu leyniþjónustunnar og ljúka rannsókn Rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum er lokið. Repúblikanar segja Rússa ekki hafa ætlað að hjálpa Donald Trump, þvert á álit leyniþjónustunnar. 13. mars 2018 10:30
Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra. 8. mars 2018 07:56
Stefnir fyrirtæki Trump um gögn um Rússa Bandarískir rannsakendur virðast fikra sig nær Bandaríkjaforseta í rannsókn sinni á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 16. mars 2018 12:15
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Trump sparkar utanríkisráðherra sínum Forstjóri leyniþjónustunnar CIA tekur við embættinu í staðinn. 13. mars 2018 12:50